Saga - 2016, Page 18
reynd ar seinna á ferðinni í Finnlandi en þar voru engin félaga -
samtök samkynhneigðra fyrr en fyrstu róttæku grasrótarhóparnir
voru stofnaðir árið 1968 og síðan félagið SeTA, árið 1974, sem var
undir miklum áhrifum frá frelsishreyfingu homma og lesbía.16 Á
Íslandi var ástandið aftur á móti annars eðlis.
Vitundin um hina íslensku lesbíu á síðari hluta 20. aldar
Ísland var að mörgu leyti frábrugðið nágrannalöndum sínum fyrir
austan og vestan haf. Iðn- og tæknivæðing hófst ekki að neinu ráði
fyrr en á 20. öld og því var þéttbýlismyndun mun seinna á ferðinni
en gerðist víða erlendis. Þar blómstruðu menningarkimar samkyn-
hneigðra í stórborgum en á Íslandi voru bæirnir lengi of fámennir
til að veita fólki með óhefðbundinn smekk fyrir kynlífi og ástarsam-
böndum skjól. Margt bendir til þess að landsmenn hafi framan af
verið lítt meðvitaðir um möguleikann á því að tveir samkynja ein-
staklingar löðuðust hvor að öðrum á kynferðislegan eða tilfinninga-
legan hátt. Helgi Hrafn Guðmundsson sagnfræðingur hefur rann-
sakað kossa karlmanna á Íslandi á 20. öld. Hann heldur því fram að
við upphaf aldarinnar hafi verið býsna algengt að landsmenn kysst-
ust á munninn í kveðjuskyni, óháð kyni, og kossar tveggja karla hafi
sjaldnast verið settir í samhengi við samkynhneigð vegna þess að
vitneskjan um hana hafi verið afar takmörkuð. Hún hafi hins vegar
aukist eftir því sem leið á 20. öldina og átt stóran þátt í því að
kveðjukossar milli karla dóu út. Íslendingar hafi um miðja öldina
haft almenna vitneskju um samkynhneigð karla sem hafi verið sett
í samhengi við kvenleika og því verið talin óæskileg.17 Þorvaldur
kristinsson hefur aftur á móti rannsakað málaferlin gegn Guð -
mundi Sigurjónssyni Hofdal, eina manninum sem var dæmdur fyrir
kynvillu á Íslandi, frá árinu 1924. Þorvaldur kemst að þeirri niður -
stöðu að þótt blöðin hefðu fjallað afar lítið um málaferlin sé ýmislegt
sem bendi til þess að þau hafi vakið mikið umtal í Reykjavík á þess-
íris ellenberger16
16 olli Stålström og Jussi Nissinen, „SeTA. Uppkomsten av den finska rörelsen
för bögar och lesbiska, dess mål och verksamheter“, Lambda Nordica 8:2–3
(2000), bls. 87–111, einkum bls. 88–92.
17 Helgi Hrafn Guðmundsson, „„karlmenn faðmast og kyssast eins og unnustu-
fólk.“ Líkamleg nánd íslenskra karlmanna á nítjándu öld“, Hinsegin saga:
Greinasafn um hinsegin sagnfræði [vinnutitill].
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 16