Saga - 2016, Blaðsíða 19
um tíma og að vitund bæjarbúa um samkynhneigð karla hafi verið
talsvert meiri en ritaðar heimildir gefa til kynna.18
en þótt Reykvíkingar hafi með tímanum orðið meðvitaðri um
tilvist homma þýddi það ekki að vitneskja landsmanna væri umtals-
verð. Ásta kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur hefur t.a.m.
rannsakað umfjöllun íslenskra blaða og tímarita um samkynhneigð,
eða „kynvillu“, um miðbik 20. aldar og komist að þeirri niðurstöðu
að til um 1950 var nær einvörðungu fjallað um hana á almennum
nótum eða í erlendu samhengi, t.d. kynvilluhneyksli erlendis. Á
sjötta áratugnum rötuðu íslenskir „kynvillingar“ í fyrsta sinn á síður
blaðanna og var þá iðulega dregin upp mynd af þeim sem „aðsteðj -
andi hættu eða smitpest í íslensku samfélagi.“ en í þessum skrifum
voru „kynvillingarnir“ eingöngu karlar út sjötta áratuginn.19
Halldór Laxness varð meðal fyrstu Íslendinga til að birta hug-
takið lesbía á prenti þegar hann ritaði, í annarri útgáfu Vefarans mikla
frá Kasmír frá 1948, um „lesbíska skrautdansa“ sem sýndir voru í
kynsvalli nokkru sem aðalsöguhetja bókarinnar, Steinn elliði, tók
þátt í. Dansar þessir voru aftur á móti „sódómiskir“ í fyrstu útgáfu
bókarinnar frá 1927.20 orðalagsbreytingin gæti bent til þess að vit-
und Íslendinga um lesbíur hafi verið að aukast, í það minnsta
meðal heimsborgaranna, þótt það segi okkur lítið um vitneskju
fólks um samkynja ástir milli kvenna í íslenskum veruleika. Sem
dæmi um hversu faldar þær voru má nefna ljóðabókina Kirkjan á
hafsbotni sem kom út árið 1959 og inniheldur ástarljóð sem ljóðmæl-
andi yrkir til konu sem hann getur ekki verið með. Höfundur
bókar innar gekk undir dulnefninu Arnliði Álfgeir og því var ávallt
gert ráð fyrir því að hann væri karl. Árið 2011 kom þó í ljós að kona
hafði að öllum líkindum ort ljóðin og breytir það merkingu og inn-
taki þeirra umtalsvert og gerir bókina að eina af sárafáum heimild-
um sem veita innsýn í veruleika samkynhneigðra kvenna fyrir
lesbía verður til 17
18 Þorvaldur kristinsson, „Glæpurinn gegn náttúrulegu eðli. Réttvísin gegn
Guðmundi Sigurjónssyni 1924“, Hinsegin saga: Greinasafn um hinsegin sagnfræði
[vinnutitill].
19 Ásta kristín Benediktsdóttir, „„Sjoppa ein við Laugaveginn […] hefur fengið
orð á sig sem stefnumótsstaður kynvillinga“. orðræða um samkynhneigð og
listakynvillingar á sjötta áratug 20. aldar“, Hinsegin saga: Greinasafn um hinsegin
sagnfræði [vinnutitill].
20 Halldór kiljan Laxness, Vefarinn mikli frá Kasmír (Reykjavík: Prentsmiðjan Acta
1927), bls. 192; Halldór kiljan Laxness, Vefarinn mikli frá Kasmír (Reykjavík:
Helgafell 1948), bls. 149; Viðtal. Ásta kristín Benediktsdóttir 16. ágúst 2016.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 17