Saga - 2016, Blaðsíða 20
1980.21 Árið 1966 er síðan minnst í framhjáhlaupi á „lesbíur“ í langri
grein um „homosexualitet“ í Fálkanum þar sem höfundur undrast
hversu fáar þær séu en getur sér samt til um að „[t]ilhneigingin [sé]
þó vafalaust fyrir hendi hér sem annarsstaðar.“22 Önnur blaðagrein
um samkynhneigðar konur birtist síðan í Mánudagsblaðinu 9. febrúar
1970 þar sem fjallað var um meinta áreitni þeirra gagvart kynsystr-
um sínum á vissum vínveitingastöðum í Reykjavík. Til marks um
hversu lítil vitneskja var um samkynhneigð kvenna á þessum tíma
fann blaða maðurinn sig knúinn til að útskýra orðið „lesbía“ bæði í
meginmáli og titli greinarinnar: „Lesbíur — kvenkynvillingar —
vaða uppi í Reykjavík.“23
Reykvíkingar hafa þó vafalaust pískrað um ýmislegt um miðja
20. öld. Til að mynda sagði Sjöfn Helgadóttir, söngkona og farand -
sali með meiru, það altalað í bænum á þessum tíma að hún bæri ást-
arhug til annarra kvenna og henti það hana til dæmis að kona ein
yfirgaf öldurhús, þar sem Sjöfn sat ásamt vinkonum sínum, vegna
þess að hún vildi ekki deila rými með „kynvillingum“.24 konum
sem eiga í ástarsamböndum við aðrar konur bregður jafnframt fyrir
í bók Þórðar Sigtryggssonar organista, Mennt er máttur, sem var
fullbúin til prentunar árið 1972 en kom ekki út fyrr en árið 2011.25
Bókin er uppfull af sögum úr bæjarslúðrinu sem vissulega eru ein
tegund af þekkingu. Innan þjóðfræðinnar telst slúður til svokallaðra
sagna, munnlegs efnis, sem eiga ýmislegt skylt við ævintýri en til-
heyra þó, öfugt við ævintýrið, raunheimum og tengjast atburðum
sem fólk þekkir. Slíkar sagnir hafa einmitt verið notaðar til að varpa
ljósi á samkynja ástir karla á Íslandi áður en réttindabarátta samkyn-
hneigðra hófst og það fór að tíðkast að fólk byggði sjálfsmynd sína
á þeim sem það laðaðist að.26
íris ellenberger18
21 Ásta kristín Benediksdóttir, „Bókin sem kom út úr skápnum. Um ljóðabókina
kirkjan á hafsbotni“, Dagskrárrit Hinsegin daga í Reykjavík 11. árg. (2012), bls.
17–18.
22 „Mennirnir sem eru öðruvísi en hinir“, Fálkinn 9. maí 1966, bls. 27.
23 Mánudagsblaðið 9. febrúar 1970, bls. 1 og 6.
24 Þóra kristín Ásgeirsdóttir, „elsta lesbían. Hinsegin veröld sem var“, 30: Afmælis -
rit Samtakanna ’78. Ritstj. Þóra kristín Ásgeirsdóttir (Reykjavík: Samtökin ’78,
2008), bls. 8–11, einkum bls. 11.
25 Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur. Tilraunir með dramb og hroka. Brot úr
endur minningum (Reykjavík: omdúrman 2011), bls. 5, 7 og 53.
26 Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn), Særún Lísa Birgisdóttir,
Hommar eða huldufólk? Hinsegin rannsókn á sögnum og samfélagi að fornu
og nýju. M.A.-ritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands 2014, bls. 14–15.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 18