Saga - 2016, Síða 22
Hospitality voru fyrst og fremst karlafélög, a.m.k. fyrst um sinn,
höfðu þær engan vettvang til að kynnast öðrum konum sem svipað
var ástatt um.
Meðvitund um samkynhneigð kvenna virðist því hafa verið afar
takmörkuð á Íslandi á áttunda áratugnum. ef fjölmiðlar eru einhver
mælikvarði á ríkjandi orðræðu leiðir lausleg könnun á tímarit.is í ljós
að lesbíur komust ekki inn í hana fyrr en á fyrri hluta níunda ára-
tugarins. Vissulega má sjá einhverja umræðu um lesbíur í ís lensk -
um fjölmiðlum á sjöunda og áttunda áratugnum en þá gjarna í
erlendum æsifréttum eða kitlandi framhaldssögum og öðru hverju
sem háðsyrði í innlendum slúðurfréttum og áróðurspistlum gegn
kvennahreyfingunni.31 en eftir því sem ég kemst næst birti Forvitin
rauð, málgagn rauðsokkahreyfingarinnar, fyrstu greinarnar sem
fjölluðu að einhverju ráði um lesbíur, íslenskar sem erlendar, án þess
að grípa til æsifréttamennsku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði
grein í fyrsta tölublað ársins 1980 um samkynhneigð á Íslandi en
uppistaðan í henni voru nafnlaus viðtöl við þrjá samkynhneigða
Íslendinga, tvo karla og eina konu.32 Ári síðar birtist einnig í sama
blaði viðtal við tvær lesbíur sem þýtt var upp úr breska femínista-
tímaritinu Spare rib.33 Það var síðan ekki fyrr en 1983 sem fyrstu
íslensku lesbíurnar komu fram undir nafni þegar Helgarpósturinn
tók Lilju Steingrímsdóttur og Láru Marteinsdóttur tali, ásamt tveim-
ur konum sem gengu undir dulnefnunum Rúna og Berglind.34 Ári
síðar birtist viðtal við ónefnda konu í Veru, blaði kvennafram boðs -
ins í Reykjavík, þar sem hún ræddi um jaðarsetningu lesbía hérlend-
is.35 Árið 1985 tók Mannlíf nokkrar lesbíur tali fyrir umfangsmikla
grein um samkynhneigð á Íslandi. Árið 1987 birtust síðan tvö stór
viðtöl í íslenskum tímaritum; annars vegar viðtal við katrínu Jóns -
dóttur, félaga í Íslensk-lesbíska, í 19. júní og hins vegar löng og ítar-
leg grein í Mannlífi þar sem rætt var við tíu konur, ágrip af lesbískri
sögu birt og ýmislegt fleira.36 Síðarnefnda greinin vakti talsverða
íris ellenberger20
31 Sjá dæmi um blaðaefni í: Þorsteinn Vilhjálmsson, „Gyðjunafn, skólastýra,
vörumerki sjúkdóms“, Hinsegin saga: Greinasafn um hinsegin sagnfræði [vinnu-
titill].
32 [Ingibjörg] Sólrún Gísladóttir, „Að hafa kynhneigð til eigin kyns“, Forvitin rauð
8. árg. 1. tbl. (1980), bls. 6–7 og 11.
33 „Hvernig urðum við svona“, Forvitin rauð 9. árg. 2. tbl. (1981), bls. 16–17.
34 Helgarpósturinn 18. febrúar 1983, bls. 4–5 og 15.
35 „Fyrst kemur ástin“, Vera 3. árg. 5.–6. tbl. (1984), bls. 11–12.
36 Vilborg Davíðsdóttir, „Ég vil vera það sem ég er segir katrín Jónsdóttir, 22 ára
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 20