Saga - 2016, Síða 23
eftirtekt og má leiða að því líkur að við lok níunda áratugarins hafi
lesbíur loks verið rækilega tengdar við íslenskan veruleika í meðvit-
und almennings.37
Þá voru allmörg ár síðan lesbískur femínismi hafði rutt sér til
rúms í nágrannalöndunum og jafnvel haft þónokkur áhrif á hug-
myndafræðilegt inntak kvennahreyfingarinnar á Vesturlöndum. eitt
af grundvallaratriðum lesbísks femínisma var hugmyndin um „The
Woman-Identified Woman“ sem bandaríski hópurinn Radicalesbians
setti fram árið 1970. Þar héldu þær því fram að kvenfrelsi næðist
aðeins þegar konur kysu að mynda tengsl fyrst og fremst við aðrar
konur og hættu að spegla sig í augum karla.38 Rithöfundurinn
Adrienne Rich setti fram keimlíkar hugmyndir árið 1980 í tímamóta-
greininni „Compulsory Heterosexuality and Lesbian existence“ sem
hafði mikil áhrif á hugmyndafræði kvennahreyfingarinnar og inn -
tak kvennafræða. Þar undirstrikaði hún mikilvægi þess að konur
samsömuðu sig öðrum konum (e. woman identification) í þeim til-
gangi að andæfa gagnkynhneigð, sem væri pólitísk stofnun og hefði
þann tilgang að tryggja yfirráð karla og aðgang þeirra að konum.
Skilgreining Rich á gagnkynhneigð fól í sér að henni hefði verið
þröngvað upp á konur. Lesbísk tilvera væri því í sjálfu sér and -
spyrna gegn stofnuninni og gæti þannig verið frelsandi fyrir allar
konur, óháð kynhneigð þeirra, því lesbísk tilvera snerist ekki ein-
vörðungu um kynhneigð heldur allar tegundir náinna samskipta
milli kvenna.39
lesbía verður til 21
lesbía“, 19. júní 37. árg. 1. tbl. (1987), bls. 80–81; Svanhildur konráðsdóttir,
„konur sem elskast“, Mannlíf 4. árg. 10. tbl. (desember 1987), bls. 64–90.
37 Svanhildur konráðsdóttir og kristín Ólafsdóttir, „Mannlíf 5 ára“, Mannlíf 6.
árg. 6. tbl. (ágúst 1989), bls. 8–23, einkum bls. 21; „Í góðra kvenna hópi“, Dag -
skrárrit Hinsegin daga í Reykjavík 15. árg. (2016), bls. 17.
38 Radicalesbians, The Woman Identified Woman, ([Útgáfustaðar ekki getið]: Ra -
dicalesbians 1970); Hanna Hallgren, „„Vi ska skapa den nya kvinnan som är
stolt över vad hon är!“ om figurationen „den kvinnoidentifierade kvinnan“:s
betydelse för lesbiska feminister under 1970- och 1980-talen i Sverige“, Lambda
Nordica 19:1 (2013), bls. 87–125, einkum bls. 91–93.
39 Rich hélt því ennfremur fram að lesbísk samfella (e. lesbian continuum) ein-
kenndi líf allra kvenna á einhverjum tímapunkti og birtist m.a. í vinskap barn-
ungra stúlkna eða þegar konur finna fyrir unaði við að gefa börnum sínum
brjóst, jafnvel í sögulegu samhengi þegar þær hafa kosið að deila lífi, húsnæði
og vinnu hver með annarri. Adrienne Rich, „Compulsory Heterosexuality and
Lesbian existence“, Signs 5:4 (1980), bls. 631–660, einkum bls. 647, 650–653, 659;
Hallgren, „„Vi ska skapa den nya kvinnan““, bls. 93.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 21