Saga - 2016, Síða 24
Þessar hugmyndir höfðu mikil áhrif á mótun svokallaðs lesbísks
menningarfemínisma, og menningarfemínisma almennt, á níunda
áratugnum sem lagði áherslu á kvennamenningu, tengsl og reynslu-
heim kvenna og kynti undir áhuga á mæðraveldiskenningum, norn-
um, gyðjum og umhverfisfemínisma. Nokkur greinilegustu um -
merki lesbísks femínisma á Norðurlöndum voru kvennaháskólar og
kvennahús.40 Norrænn femínismi hafði umtalsverð áhrif á íslensku
kvennahreyfinguna en honum höfðu íslenskar konur kynnst við
nám og störf á Norðurlöndum. Menningarfemínismi, með áherslu
á kvennamenningu og reynsluheim kvenna, var áberandi í hug-
myndafræði kvennaframboðsins, sem bauð fram lista til bæjar-
stjórnarkosninga í Reykjavík árið 1982, og kvennalistans sem stofn -
aður var 1983.41 Þessir stjórnmálaflokkar áttu einmitt eftir að reka
kvennahús til skamms tíma en þar ákvað fyrsta sérfélag lesbía að
setjast að.
Lesbíur í kvennahreyfingunni
Önnur bylgja femínismans náði Íslandsströndum árið 1970, þegar
Rauðsokkahreyfingin var stofnuð. Hún hafnaði hefðbundnum
kynjahlutverkum og barðist t.a.m. fyrir viðurkenningu á því að kon-
ur ynnu og hefðu rétt á að vinna utan heimilisins. kristín Jónsdóttir,
sagnfræðingur og kvennalistakona, telur að Rauðsokkahreyfingin
hafi unnið nokkra sigra á áttunda áratugnum, t.d. átt stóran þátt í
því að fóstureyðingar voru heimilaðar árið 1975 og að lög um jafnan
rétt kvenna og karla nr. 78/1976, þar sem m.a. var kveðið á um
launajafnrétti, voru samþykkt á Alþingi. Hreyfingin hafi þó, að mati
hennar, eingangrast og staðnað undir lok áttunda áratugarins vegna
innbyrðis deilna. Hún átti samt sem áður eftir að hafa mikil áhrif á
kvennahreyfinguna á Íslandi til lengri tíma litið því í janúar árið
1981 fengu nokkrar Rauðsokkur þá hugmynd að bjóða fram sérstak-
an lista, einvörðungu skipaðan konum, til borgarstjórnarkosninga
árið 1982. Í júní sama ár var boðað til fundar til að kanna hvort
áhugi reyndist á slíku framboði og varð sú raunin. Um sumarið
fundaði hinn svokallaði Sumarhópur vikulega í Norræna húsinu.
íris ellenberger22
40 Hanna Hallgren, „„Vi ska skapa den nya kvinnan““, bls. 103–104.
41 kristín Jónsdóttir, „Hlustaðu á þína innri rödd“ — Kvennaframboð í Reykjavík og
Kvennalisti 1982–1987 (Reykjavík: Sögufélag 2007), bls. 47–56.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 22