Saga - 2016, Qupperneq 25
Umræðurnar sem þar fóru fram sóttu hugmyndafræðilegan grund-
völl sinn til áðurnefndrar kvennamenningar og sérstaks reynslu-
heims kvenna. Boðað var til borgarafundar á Hótel Borg 14. nóvem-
ber 1981, þar sem konur í Sumarhópnum kynntu hugmyndir sínar
um kvennaframboð, og í kjölfarið hófst kosningaundirbúningurinn.
Því tók hópurinn á leigu hús við Vallarstræti 4 sem gekk undir heit-
inu Hótel Vík eftir gististað sem hafði verið rekinn í húsinu frá því
á fjórða áratugnum og fram á þann áttunda.42
Hótel Vík hýsti kosningaskrifstofur og flokksstarf kvenna -
fram boðsins, sem hafði mikil áhrif á pólitískt kvennastarf á Íslandi
og varð til þess að fjölmörg önnur samtök og hópar litu dagsins
ljós. Árið 1983 ákvað kvennaframboðið að bjóða ekki fram til
Alþingis en þá klufu nokkrar konur sig úr hópnum og stofnuðu
sjálfsætt framboð, kvennalistann, sem bauð fram í þremur kjör-
dæmum og fékk 5,5% atkvæða á landsvísu.43 Flokkurinn, ásamt
ýmsum grasrótarhópum, þurfti þak yfir höfuðið og leitaði til
kvennafram boðs ins um húsnæði í Hótel Vík. Því var borin fram
tillaga á fram kvæmda ráðsfundi framboðsins, hinn 20. desember
1983, um að breyta Víkinni í „kvennahús“ og leigja öðrum konum
og kvennasamtökum aðstöðu.44 Tillagan var samþykkt og skömmu
síðar fluttu ýmis félög kvenna inn í húsið, nefnilega kvenna listinn,
Samtök kvenna á vinnumarkaði, kvenna ráð gjöfin og Menningar-
og friðarsamtök íslenskra kvenna. ekki leið á löngu þar til hópur
lesbía bankaði að dyrum og vildi fá inni á Hótel Vík.
Íslenskar lesbíur fóru ekki varhluta af gróskunni í kvenréttinda-
baráttunni. Þeim fannst þær ekki alltaf eiga upp á pallborðið hjá
Samtökunum ’78 en þar höfðu karlar ráðið ríkjum frá upphafi.
Aðeins er vitað um örfáar konur sem létu sjá sig í Samtökunum á
fyrstu tveimur starfsárunum45 og hurfu sumar þeirra af vettvangi
jafnóðum. Móttökurnar voru ekki alltaf upplífgandi, eins og Ragn -
hildur Sverrisdóttir lýsir því þegar hún lagði fyrst leið sína niður í
samtökin, aðeins 18 ára, árið 1979:
lesbía verður til 23
42 Sama heimild, bls. 21–30 og 59.
43 Sama heimild, bls. 256.
44 KSS. (kvennasögusafn Íslands) 10 kvennaframboð og kvennalisti í Reykjavík.
einkaskjalasafn. Askja 20. [kvennaframboð, fundargerðabók]: Fundur í fram-
kvæmdaráðsfundi 20. desember 1983.
45 Þóra kristín Ásgeirsdóttir, „30 ára stríðið“, 30: Afmælisrit Samtakanna ’78, bls.
22–44, einkum bls. 27.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 23