Saga - 2016, Page 28
Hótel Vík var gert að kvennahúsi í lok árs 1983 og strax vorið
eftir lögðu elísabet og Stella til að kvennahópurinn færði sig úr
Samtökunum ’78, sækti um herbergi í kvennahúsinu og tæki sér þar
með stöðu við hlið annarra róttækra kvennasamtaka. Þær höfðu
samband við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá sat í borgarráði
fyrir kvennaframboð í Reykjavík, og spurðu hvort hópurinn gæti
fengið inni á Hótel Vík. Beiðnin var tekin fyrir á fundi húshóps
kvenna hússins, hinn 24. maí 1984, sem hafði „ekkert við það að
athuga“ en mæltist til þess að þær sendu inn formlega beiðni svo að
hægt væri að bera málið upp á framkvæmdanefndafundum hinna
samtakanna í húsinu.57 Beiðnin var ítrekuð á fundi 22. ágúst þetta
sama ár en þó barst ekki formleg umsókn fyrr en 15. mars árið 1985,
líklega vegna þess að konurnar voru þá fyrst tilbúnar til að gera
hópinn að formlegu kvennapólitísku félagi sem starfaði við hlið
annarra kvennasamtaka innan kvennahreyfingarinnar.58
Þann 9. mars boðuðu lesbíur til fundar þar sem ákveðið var að
„efla starf lesbía og hafa það nokkuð formlegt.“59 Ónefnd kona,
búsett í Svíþjóð, mætti á fundinn og lýsti því lesbíska kvennastarfi
sem hún hafði kynnst erlendis auk þess sem hún hvatti konurnar til
dáða. Niðurstaða fundarins var að senda inn áðurnefnda umsókn til
að þær gætu fengið „öruggan stað til að hittast á.“60 Samkvæmt
bréfinu sem hópurinn sendi til kvennahússins var þó ljóst að ekki
var ætlunin að segja algerlega skilið við Samtökin ’78 heldur var
tekið fram að hópurinn myndi starfa „eftir sem áður með Sam -
tökunum ’78 í húsakynnum þeirra að Brautarholti 18“ og leituðu
þær til kvennahúss vegna þess að í Brautarholti var „aðstaða ekki
nógu góð til að rúma alla starfsemina.“61
Umsókn kvennahópsins var tekin fyrir 18. mars, í húshópi
kvenna hússins, að viðstöddum sex konum. Nokkuð ljóst er að um -
sóknin féll að reglum hópsins sem kváðu á um að „þau samtök eða
hópar sem aðsetur geta haft í kvennahúsi eru þau sem berjast f[yrir]
málefnum kvenna sem stuðla að bættum hag þeirra.“62 Tvær kvenn-
íris ellenberger26
57 KSS. 10. Askja 413. kvennahúsið hússtjórn [fundargerðabók]. Fundur 24. maí 1984.
58 Tölvupóstur frá elísabetu Þorgeirsdóttur til höfundar 23. apríl 2016.
59 „Íslensk-lesbíska“, Úr felum 4. árg. 5. tbl. (júlí 1985), bls. 20.
60 „Íslensk-lesbíska“, bls. 20.
61 KSS. 10. Askja 413. Bréf frá elísabetu Þorgeirsdóttur til húshóps kvenna húss -
ins 15. mars 1985.
62 KSS. 10. Askja 413. kvennahúsið hússtjórn [fundargerðabók]. Fundur 18. mars
1985.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 26