Saga - 2016, Page 31
Slíkir fundir, þar sem rætt var um menningu og sögu lesbía, voru
við og við á dagskrá félagsins þau þrjú ár sem það starfaði.73
Íslensk-lesbíska 1985–1988
Félagið var misvirkt í áranna rás. Strax haustið 1985 var ekki útséð
með áframhaldandi starfsemi ef marka má októbertölublað frétta-
bréfs Íslensk-lesbíska: „ef til vill er stærsta spurningin sú, hvort
grundvöllur sé fyrir áframhaldandi starfi og því að leigja herbergi
fyrir félagið. Slíkt kostar nefnilega peninga og nú skuldum við til
dæmis tæp sjö þúsund krónur í kvennahúsið (vegna rafmagns-
reikninga og húsaleigu júlí–október).“74 Húsaleigan var nefnilega
borguð með samskotum fyrst um sinn þegar óformlegur bragur var
á starfi Íslensk-lesbíska og engin félagsgjöld rukkuð inn. Félagið hélt
þó áfram störfum en haustið 1986 hljóp í það mikill kraftur sökum
vaxandi áhuga. Starfið var gert formlegra, stærra herbergi tekið á
leigu í kvennahúsinu, fundargerðabók keypt og sett á árgjöld upp
á eitt þúsund krónur. Gíróseðlar voru gefnir út en þess þó gætt að
nafn Íslensk-lesbíska kæmi hvergi fram því „ef til vill finnst sumum
okkar erfitt að standa í banka og greiða gíróseðil með nafni Í.L.!“75
kosin var tveggja kvenna stjórn sem fór fyrir félaginu ásamt tals-
manninum Stellu Hauksdóttur. elísabet Þorgeirsdóttir og Þóra
krist ín Ásgeirsdóttir voru kjörnar í auglýsinga- og ritnefnd. Ákveð -
ið var að fundir yrðu haldnir einu sinni í viku, til skiptis á fimmtu-
dögum, þar sem málefnastarf færi fram, og föstudögum, þar sem
stemningin yrði léttari og óformlegri.76 Íslensk-lesbíska sótti einnig
um aðild að Norðurlandaráði homma og lesbía (s. Nordisk Råd for
Homosexuella) en þar áttu fjölmörg norræn félög samkynhneigðra
aðild, m.a. Samtökin ’78 sem nutu liðsinnis ráðsins í baráttunni við
Ríkisútvarpið um að fá að auglýsa samkomur sínar.77
lesbía verður til 29
73 „Í góðra kvenna hópi“, bls. 16.
74 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja B-2. Fréttabréf Íslensk-lesbíska 1. árg. 2. tbl.
(7. október 1985), bls. 1.
75 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja B-2. Fréttabréf Íslensk-lesbíska 2. árg. 1. tbl.
(október 1986), bls. 2; BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja A-3. Íslensk-lesbíska.
Fundargerðabók. Félagsfundur 18. september 1986.
76 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja A-3. Íslensk-lesbíska. Fundargerðabók.
Félagsfundur 18. september 1986.
77 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja B-15. Bréf til Nordisk råd for homoseksuelle
frá Stellu Hauksdóttur og Þóru kristínu Ásgeirsdóttur, ódagsett. Varðandi
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 29