Saga - 2016, Page 32
Það sem eftir lifði starfrækti félagið sjálfsstyrkingarhópa og tók
þátt í ýmsu samstarfi með Samtökunum ’78 og kvennahreyfingunni.
T.a.m. unnu Íslensk-lesbíska og Samtökin ’78 að útgáfu ritsins Úr fel-
um árið 1986 „í von um að nokkurs jafnræðis verði gætt í efnis -
vali“.78 Jafnframt stóð félagið fyrir hátíðarhöldum í Hlaðvarpanum
á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars árið 1987, í samvinnu við
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök kvenna á
vinnumarkaði, Alþýðubandalagskonur, kvennalistann og Alþýðu -
flokk inn.79
Íslensk-lesbíska starfaði í kvennahúsinu þar til kvennafram -
boðið sagði upp leigunni vorið 1988. kvennahreyfingin flutti þá í
Hlaðvarpann, fyrir utan kvennalistann sem settist að á Laugavegi
17.80 Fundargerðabók félagsins ber með sér að nokkurrar gremju
hafi gætt um hríð, vegna aðgerðaleysis, áður en félagið lagði endan-
lega upp laupana. Þann 27. september 1986 er einfaldlega ritað:
„ekkert rætt og ekkert gert.“ Fundargerðin 2. apríl 1987 var ekki
öllu umfangsmeiri: „Hittast til að ræða málin enn einu sinni.“81
Þegar leið á starfsemina fór nefnilega að bera á því að stór hluti
meðlimanna hafði litla þolinmæði fyrir pólitísku félagsstarfi en
þeim mun meiri áhuga á gleðskap. Reynt var að blása lífi í félagið
með því að samþætta umræður og skemmtanir en raunin varð þó
sú að aðeins lítill hópur tók virkan þátt málefnastarfinu.82 Íslensk-
lesbíska var ekki eina félagið sem glímdi við þess konar erfiðleika
en forsvarsmenn Samtakanna ’78 kvörtuðu t.d. yfir því árið 1986 að
sárafáir félagar mættu á félagsfundi en 150 manns legðu leið sína á
dansleiki á vegum félagsins.83
Þrátt fyrir það tókst félaginu að gera lesbíur gildandi í samfélags-
umræðunni sem var, eftir því sem leið á níunda áratuginn, að verða
sífellt uppteknari af samkynhneigðu fólki sem nýjum og áhuga-
verðum þjóðfélagshópi. Með tilkomu Íslensk-lesbíska varð auðveld-
íris ellenberger30
heimildir um stuðning NRH við Samtökin ’78 sjá ýmsar heimildir í BR.
einkaskjalasafn nr. 297. Askja B-15.
78 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja B-2. Fréttabréf Íslensk-lesbíska 2. árg. 1. tbl.
(október 1986), bls. 2.
79 DV 6. mars 1987, bls. 19.
80 „Í góðra kvenna hópi“, bls. 17.
81 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja A-3. Íslensk-lesbíska. Fundargerðabók.
Félagsfundur 27. september 1986 og 2. apríl 1987.
82 Viðtal. Þóra kristín Ásgeirsdóttir 29. apríl 2016.
83 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja F-2. Samtakafréttir 8. október 1986, bls. 1.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 30