Saga - 2016, Side 33
ara fyrir fjölmiðla að komast í samband við íslenskar lesbíur og fá
álit hjá þeim á ýmsum samfélagsmálum. Þannig rataði elísabet
Þorgeirsdóttir tvívegis í Þjóðviljann þegar Ríkisútvarpið neitaði sam-
tökum samkynhneigðra um að nota orðin hommi og lesbía í aug -
lýsingum á miðlinum en lagði í staðinn til nýyrðin „hómi“ og
„lespa“. elísabet talaði þar máli kvenna sem höfðu fram að því lítið
verið spurðar álits á málefnum samkynhneigðra.84 Á árinu 1985
fjölluðu bæði Helgarpósturinn og Mannlíf um málefni samkyn-
hneigðra og var elísabet, ásamt Stellu Hauksdóttur og fleirum,
meðal viðmælenda.85 Tveimur árum síðar leitaði Helgarpósturinn
aftur til elísabetar, í þetta sinn til að fá lesbískt sjónarhorn á vináttu
kvenna.86
Það pláss sem karlar, bæði gagnkynhneigðir og samkynhneigðir,
fengu í fjölmiðlum á níunda áratugnum helgaðist m.a. af því að
þeim voru frekar falin trúnaðarstörf sem fólu í sér samskipti við
fjölmiðla sem beindu kastljósinu nær eingöngu að þeim. Það var
síður en svo einsdæmi á Íslandi. Ósýnileika lesbía í sænskum fjöl -
miðlum á tíunda áratugnum mátti m.a. rekja til þess að viðmælend-
ur voru oftast fengnir fyrir tilstilli samtaka samkynhneigðra og þar
var framvarðasveitin yfirleitt skipuð körlum.87 Íslenskir fjöl miðlar
leituðu einnig iðulega til samtaka samkynhneigðra eftir að þau voru
stofnuð, seint á áttunda áratugnum, en forsvarsmenn þeirra voru ein-
göngu karlar framan af. Það breyttist upp að vissu marki með til-
komu Íslensk-lesbíska. Félagið þjónaði sem tengiliður fjöl miðla við
lesbíur og átti þátt í því að þær komust inn í umræðuna, sem síðan
vakti almenning til vitundar um tilvist þeirra. Það var nefnilega ekki
fyrr en árið 1989 sem fyrsta konan, Lana kolbrún eddudóttir, gegndi
formennsku í Samtökunum ’78.
Íslensk-lesbíska varð einnig áfangastaður fyrir erlendar lesbíur
sem lögðu leið sína til Íslands í þeim tilgangi að kynna sér íslensku
kvennahreyfinguna.88 Þeim var því vísað á Íslensk-lesbíska, sem
komst þannig í tæri við erlenda lesbíska femínista þótt samskiptin
lesbía verður til 31
84 Þjóðviljinn 19. júní 1986, bls. 2; Þjóðviljinn 1. október 1985, bls. 17.
85 Helgarpósturinn 5. desember 1985, bls. 26–27.
86 Helgarpósturinn 30. apríl 1987, bls. 37.
87 Martin Andreasson, „Öppenhet och homofobi — Lesbiska och bögar i 1990 -
talets massmedia“, Lambda Nordica 2:1 (1995), bls. 61–74, einkum bls. 61–62.
88 Sjá t.d. KSS 10. Askja 413. Ódagsett bréf, líklega frá 1985, frá Julie Reinstein og
Jody White; Viðtal. Þóra kristín Ásgeirsdóttir 29. apríl 2016.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 31