Saga - 2016, Page 35
þær verið að „brjótast í gegn og verða sýnilegar“.92 Það var í sjálfu
sér sterk pólitísk yfirlýsing. ennfremur þurftu þær sjálfar að móta
hvað það þýddi að vera lesbía á Íslandi og því snerist félagsstarfið
að miklu leyti um að styðja hver aðra í gegnum erfiðleika sem
fylgdu því að vera samkynhneigð kona og átta sig á þessari nýtil-
komnu þjóðfélagsstöðu. eins og elísabet segir: „Mér fannst við á
þessum árum gefa hver annarri svo mikið. Við vorum í rauninni að
handleiða hver aðra, bara almennt, í gegnum allt þetta sem fylgdi
því að koma út.“93 konurnar höfðu því í nógu að snúast einfaldlega
við að fóta sig í samfélagi sem gerði ekki ráð fyrir tilvist lesbía.
Það er því að vissu leyti athyglisvert að strax árið 1985 hafi verið
stofnað félag lesbía sem hafði það pólitíska markmið að styrkja
stöðu hópsins og berjast fyrir auknum réttindum. en félagsleg staða
meðlimanna setti óneitanlega mark sitt á starfið og hafði vafalaust
mikil áhrif á að það varð ekki eins öflugt í málefnastarfi og réttinda-
baráttu og lagt var upp með í byrjun. eins og fram hefur komið voru
á Íslandi, ólíkt nágrannalöndunum, engin samtök samkynhneigðra
starfandi fram til ársins 1976. Vissulega var til einhver öldurhúsa-
menning en hún var ekki umfangsmikil og snerist fram á áttunda
áratuginn að miklu leyti um homma. erlendar rannsóknir hafa leitt
í ljós að réttindabarátta samkynhneigðra á Vesturlöndum átti sér
rætur bæði í þeim réttindasamtökum sem fyrir voru, hinni fyrr-
nefndu hómófíl-hreyfingu, og í félagslegu rými á borð við bari og
heimapartí. Í tímamótaverkinu Boots of Leather, Slippers of Gold frá
1993 birtu sagnfræðingarnir eliza Lapovsky kennedy og Madeline
D. Davis niðurstöður rannsókna sinna á samfélögum lesbía af verka -
mannastétt í borginni Buffalo í Bandaríkjunum á fjórða, fimmta og
sjötta áratug 20. aldar. Þar leggja þær áherslu á mikilvægi skemmt-
anamenningar fyrir samfélag homma og lesbía á þessum tíma og
telja bari og aðra samkomustaði grundvallarstofnanir þegar kom að
því að skapa menningu samkynhneigðra og móta sjálfsmynd þeirra.
Þau barsamfélög (e. bar communities) sem mynduðust á þessum
árum í bandarískum borgum lögðu, að mati kennedy og Davis,
grunninn að frelsisbaráttu homma og lesbía sem hófst undir lok sjö-
unda áratugarins.94 Nan Alamilla Boyd samsinnir þessu í bók sinni
lesbía verður til 33
92 Viðtal. elísabet Þorgeirsdóttir 14. apríl 2016.
93 Sama heimild.
94 elizabeth Lapovsky kennedy og Madeline D. Davis, Boots of Leather, Slippers of
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 33