Saga - 2016, Page 38
rétt eins og hommarnir, þó að það sé kannski ekki í sama mæli.
konur eru verndaðri.“103
Þessi samfélög voru nokkuð rækilega falin og konurnar þurftu
að komast í kynni við einhvern meðlim þess til að fá aðgang. Lana
kolbrún eddudóttir, fyrrverandi formaður Samtakanna ’78, bjó á
Þórshöfn á Langanesi árið 1987 og kynntist þar konum sem bjuggu
á Akureyri. Þær kynntu hana fyrir öðrum lesbíum á svæðinu og
veittu henni þannig aðgang að tengslaneti lesbía sem teygði sig yfir
gjörvallt Norðausturland. Það net var þó ekki ýkja rótgróið þar sem
elstu konurnar voru um fertugt árið 1987 og uppistaðan konur
fæddar á sjötta áratugnum. Sú staðreynd bendir til þess að aðeins
skömmu áður hafi íslenskar konur farið að þróa með sér félagslega
sjálfsmynd á grundvelli samkynhneigðar. Það sýnir hversu nýr hóp-
urinn var.104
konurnar í Íslensk-lesbíska stóðu því frammi fyrir því, ólíkt
systur félögum sínum í Bandaríkjunum og evrópu, að á Íslandi var
afar lítil hefð fyrir félagasamtökum samkynhneigðra, sérstaklega
lesbía, sem hægt var að byggja starfsemina á. Tengslanet þeirra var
heldur ekki ýkja þéttriðið svo félagið stundaði ekki aðeins réttinda-
baráttu heldur þurfti um leið að byggja upp grundvöllinn fyrir því
að slíkt starf gæti blómstrað, eins og Þóra kristín Ásgeirsdóttir
bendir á:
Þetta var fálm í myrkri, við vissum ekkert í rauninni hvað við værum
að fara að gera næst. Við áttum enga peninga og við gátum í sjálfu sér
ekkert gert. og við höfðum voðalega takmarkaða lýðhylli innan þess -
ara hópa [Samtakanna ’78 og kvennahreyfingarinnar] þannig að við
gætum kallað á einhverja fjöldasamkomu. en með því að vera sýni -
legar innan þessara hópa þá breyttist það smám saman. Þannig að
þegar við vorum orðnar sýnilegar þarna þá komu fleiri. Það held ég sé
líka alltaf svona undirliggjandi beita. Þegar þú ert orðinn sýnilegur þá
færðu fleiri. og þótt þú sért bara sýnilegur fyrir eitthvað sem þú veist
ekki hvað er.105
Þóra kristín gerir hér sýnileika að forsendum þess að byggja upp
samfélag lesbía og fleiri viðmælendur, sem voru virkir í Íslensk-les-
bíska, töluðu um sýnileika lesbía sem eitt mikilvægasta framlag
félagsins til réttindabaráttu samkynhneigðra á níunda áratugn -
íris ellenberger36
103 „Fyrst kemur ástin“, bls. 12.
104 Viðtal. Lana kolbrún eddudóttir 20. júní 2016.
105 Viðtal. Þóra kristín Ásgeirsdóttir 29. apríl 2016.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 36