Saga - 2016, Page 43
Félagið Íslensk-lesbíska var þannig frábrugðið öllum öðrum
félögum innan bæði kvennahreyfingarinnar og réttindabaráttu sam-
kynhneigðra þar sem það var eina félagið sem tókst á við lesbíska
sjálfsveru, þ.e. sjálfsveru sem felur í sér samtvinnun á grundvelli
kyngervis og kynhneigðar, og gerði tilraunir til að hafa áhrif á
mótun hennar. Hvorki kvennahreyfingin né Samtökin ’78 leituðust
að neinu ráði við að glíma sérstaklega við það ástand sem skapaðist
þegar hin íslenska lesbía varð til innan orðræðunnar og gerði það að
verkum að lesbíur voru jaðarsettar á tvennan hátt, bæði sem konur
og samkynhneigðir einstaklingar. Íslensk-lesbíska gegndi því afar
mikilvægu hlutverki við að gera lesbíum kleift að tala um og takast
á við margfalda mismunun sína.
Lesbískur femínismi á Íslandi
Íslensk-lesbíska var ekki eina sérfélag lesbía sem var stofnað á síð -
ustu áratugum 20. aldar. Félagið konur með konum (kMk) var til að
mynda stofnað árið 1993 og hefur í gegnum tíðina skipulagt íþrótta-
æfingar, íþróttaviðburði og skemmtanir lesbía. Íslensk-lesbíska hafði
þó þá sérstöðu að vera opinberlega femínískt og tengjast bæði
kvennahreyfingunni og Samtökunum ’78. Markmið og starf Íslensk-
lesbíska byggðist þannig á samtvinnun kyngervis og kyn hneigð ar
þótt meðlimir félagsins hafi ekki sjálfir tekið svo til orða, enda þess
nokkuð að bíða að slíkt hugtak kæmist inn í almenna umræðu.
Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) var sett fram af bandaríska
lögfræðingnum kimberlé Crenshaw árið 1989 en það má rekja til til-
rauna svartra bandarískra kvenna á ofanverðri 20. öld til að búa til
hugtak sem lýst gæti margfaldri mismunun þeirra.114 Í kenningum
um samtvinnun er einmitt lögð áhersla á að í tengslunum og skörun-
inni á milli ólíkra jaðarsettra hópa „skapast ástand sem er annað og
meira en einföld samlagning á frumþáttunum sem um ræðir.“115
lesbía verður til 41
114 Þorgerður Þorvaldsdóttir, From Gender Only to Equality for All. A Critical
Examination of the Expansion of Equality Work in Iceland (Reykjavík: Stjórn -
málafræðideild Háskóla Íslands 2012), bls. 23–25.
115 Þorgerður Þorvaldsdóttir, „Jafnrétti fyrir alla. eitt markmið, ólíkar leiðir“,
Fléttur III. Jafnrétti, menning, samfélag. Ritstj. Anndís Gréta Rúdolfsdóttir,
Guðni elísson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Irma erlingsdóttir (Reykjavík:
Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Háskólaútgáfan 2014), bls. 285–309,
einkum bls. 291.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 41