Saga - 2016, Page 45
Meginorsakanna virðist að leita í því að lítið rými var fyrir sam-
tvinnun, bæði innan kvennahreyfingarinnar og í réttindabaráttu
samkynhneigðra þótt ástæðurnar væru vissulega ólíkar. Samtökin
’78 höfðu í upphafi aðallega verið skipuð körlum og fæð kvenna
innan félagsins bendir til þess að framan af hafi lítið rými verið fyrir
þær. Um miðjan níunda áratuginn fór þó að rofa til og konur fóru
að gera sig gildandi þar innanborðs. Árið 1985, þegar Íslensk-
lesbíska var stofnað, voru þrjár konur í stjórn félagsins og áttu
konur eftir að verða nokkuð áberandi í forystu þess eins og áður
hefur komið fram. konurnar í Íslensk-lesbíska gegndu einnig trún -
aðarstörfum fyrir Samtökin ’78, t.d. Þóra kristín Ásgeirsdóttir, sem
varð varaformaður Samtakanna árið 1987, og síðan gerðist Margrét
Pála Ólafsdóttir formaður þeirra á árunum 1994–1999.
Það væri því freistandi að álykta að aukin þátttaka kvenna í
starfi Samtakanna ’78 hafi verið fyrir áhrif Íslensk-lesbíska. Vissu -
lega höfðu þær með því sannað að konur gætu rekið eigin félag án
aðstoðar karlanna en einnig vann félagið markvisst að því að auka
samheldni innan hópsins og styrkja sjálfstraust lesbía sem hafði
vafalaust mikið að segja um fjölgun kvenna í hópi talsmanna Sam -
takanna ’78 upp úr miðjum níunda áratugnum. Lana kolbrún eddu -
dóttir og Böðvar Björnsson, sem starfaði sem framkvæmdastjóri
Samtakanna ’78 á níunda áratugnum, vilja þó rekja þessar breyt -
ingar fyrst og fremst til HIV-faraldursins. eftir því sem fleiri sam-
kynhneigðir karlar veiktust þeim mun stærra skarð var höggvið í
framvarðasveit félagsins. erlendis voru það konur sem tóku við
keflinu og héldu baráttunni á floti og það sama gerðist einnig á
Íslandi. Lesbíur fengu rými til að stíga fram og gegna þeim störfum
sem hinir veiku og látnu skildu eftir sig.119
HIV þvingaði vissulega fram uppstokkun innan samfélags sam-
kynhneigðra á Íslandi, þróun sem enn hefur ekki verið rannsökuð
til hlítar, og því á vafalaust ýmislegt fleira eftir að koma í ljós
varðandi áhrif sjúkdómsins á samskipti karla og kvenna innan
Samtakanna ’78. en eins og Böðvar lýsir Samtökunum ’78 á níunda
áratugnum var lítið um skipulagt málefnastarf heldur fólst starf-
semin, líkt og hjá Íslensk-lesbíska, aðallega í því að skapa félags -
legan vettvang fyrir samkynhneigt fólk þar sem það gæti áttað sig á
félagslegri stöðu sinni og mótað samkynhneigða sjálfsveru. Félagið
lesbía verður til 43
119 Viðtal. Lana kolbrún eddudóttir 20. júní 2016; Viðtal. Böðvar Björnsson 10.
ágúst 2016.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 43