Saga - 2016, Page 46
var því illa í stakk búið til að takast á við HIV-faraldurinn og átti
fullt í fangi með að vinna gegn útbreiðslu hans, framan af án nokk-
urs stuðnings frá heilbrigðiskerfinu, og tryggja umönnun fyrir sjúka
í samfélagi sem lagði fæð á samkynhneigða og kenndi þeim um
sjúkdóminn. Því gafst ekki tóm til að byggja upp fjölbreytt málefna-
starf, þ.á m. í kringum hagsmuni lesbía.120 Það var reyndar langt í
frá einsdæmi á Íslandi heldur vandamál sem félög samkynhneigðra
stóðu frammi fyrir á Norðurlöndunum og vafalaust víðar.121 Á vett-
vangi samkynhneigðra var það því aðeins hjá Íslensk-lesbíska sem
slík samtvinnun átti sér stað.
Málin horfðu öðruvísi við innan kvennahreyfingarinnar. Þegar
íslenskar lesbíur bundust fyrst samtökum hafði hún verið starfandi
í rúman áratug og var að ganga í gegnum blómaskeið. Víða erlendis
var þessu öfugt farið og lesbíur þar höfðu verið virkar í réttindabar-
áttu áður en önnur bylgja femínismans reið yfir. karlar voru vissu-
lega mjög áberandi í hómófíl-hreyfingunni á Vesturlöndum en konur
tóku einnig þátt í henni og stofnuðu í sumum tilvikum sín eigin
félög. Þeirra frægast var líklega hið bandaríska Daughters of Bilitis
sem var sett á laggirnar að frumkvæði Del Martin og Phyllis Lyon í
San Francisco árið 1955. Martin og Lyon gengu síðan í femínísku
samtökin National organization of Women (NoW) árið 1967, ári
eftir að þau voru stofnuð, og höfðu þá verið virkir aktívistar í rúm-
an áratug. Viðbrögð þeirra við stofnun NoW voru því einfaldlega:
„oh thank god, the heterosexual women are finally getting it to -
gether.“122
Íslensk-lesbíska var aftur á móti stofnað 15 árum eftir að Rauð -
sokkahreyfingin leit dagsins ljós og á þeim tíma hafði kvennahreyf-
ingin þróast úr hreinræktuðu grasrótarstarfi í fjölþættan vettvang
sem rúmaði einnig stjórnmálaflokka. Því má segja að áherslur og
þarfir kvenna innan hreyfingarinnar hafi verið ólíkar. Íslensk-les-
íris ellenberger44
120 Sama heimild.
121 Sjá ýmsar heimildir frá Nordisk Råd for homoseksuelle í BR. einkaskjalasafn
nr. 297. Askja B-15.
122 Miklar deilur áttu eftir að rísa innan NoW um aðild lesbía að félaginu eftir
að helsti forsprakki þess, Betty Friedan, lagðist gegn henni og lét þau eftir-
minnilegu ummæli falla að lesbíur væru „a lavender menace“, sem gæti
útlagst á íslensku sem lofnarblómsógn. Sjá Stephanie Gilmore og elizabeth
kaminski, „A Part and Apart: Lesbian and Straight Feminist Activists
Negotiate Identity in a Second-Wave organization“, Journal of the History of
Sexuality 16: 1 (2007), bls. 95–113, einkum bls. 102–104.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 44