Saga - 2016, Page 50
in [séu] óþrjótandi. Hins vegar getur maður ekki endalaust beitt
sjálfum sér fyrir vagninn.“129
Tilraunin til að halda úti femínísku-lesbísku starfi varð því ekki
langlíf en á meðan Íslensk-lesbíska starfaði myndaði það mikilvæg -
an vettvang fyrir mótun lesbískrar sjálfsveru. Því tókst þannig að
byggja brú milli kvennahreyfingarinnar og réttindabaráttu samkyn-
hneigðra, þótt sú brú hafi verið fáfarin og dulin flestum þeim sem
stóðu sitthvorumegin við hana. en í kjölfarið fjölgaði þó snertiflöt-
unum á milli þessara hreyfinga, sérstaklega þegar kvennalistinn tók
samkynhneigða upp á sína arma og gerðist eins konar málsvari
þeirra á Alþingi. Flokkurinn hafði strax árið 1985 átt stóran þátt í því
að lögð var fram þingsályktunartillaga um afnám misréttis gagnvart
samkynhneigðu fólki sem þó náði aldrei fram að ganga. Hann lýsti
síðan yfir fullum stuðningi við réttindabaráttu samkynhneigðra, í
stefnuyfirlýsingu sinni fyrir alþingiskosningar árið 1991, og hélt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þá fund með hommum og lesbíum og
kvaðst reiðubúin til að vinna að framgangi réttindamála samkyn-
hneigðra á þingi.130 Í þeim kosningum voru a.m.k. tvær yfirlýstar
lesbíur í framboði fyrir kvennalistann, Sigurborg Daðadóttir dýra-
læknir, sem var í öðru sæti listans á Norðurlandi eystra, og elísabet
Þorgeirsdóttir í 28. sæti í Reykjavík.131 Þann 24. mars 1992 flutti
Ingibjörg Sólrún síðan þingsályktunartillögu allra flokka um skipun
nefndar til að kanna stöðu samkynhneigðs fólks. Þingsályktunar -
tillagan var samþykkt þann 19. maí það ár og í kjölfarið skipuð
nefnd sem jafnframt gerði tillögur um úrbætur og aðgerðir til að
sporna við misrétti gagnvart samkynhneigðu fólki. Samtímis var
samræðisaldur samkynhneigðra lækkaður úr 18 árum í 14 ár og var
þar með sá sami fyrir öll ungmenni, óháð kynhneigð. Meðal þess
sem nefndin lagði til var að samkynhneigðum yrði gert kleift að
stofna til hjúskapar og öðlast öll þau réttindi sem hjón nytu. Sú til-
laga var síðan grundvöllur að lögum um staðfesta samvist, sem
voru samþykkt á Alþingi árið 1996 og eru oft talin fyrsti stóri sigur-
inn í réttindabaráttu samkynhneigðra.132
íris ellenberger48
129 Svanhildur konráðsdóttir og kristín Ólafsdóttir, „Mannlíf 5 ára“, bls. 21.
130 BR. einkaskjalasafn nr. 297. Askja A-1. Ótitluð fundargerðabók Samtakanna
’78 II. Aðalfundur 24. mars 1992.
131 DV 20. mars 1991, bls. 13; KSS. 10. Askja 413. kvennalistinn í Reykjavík 1991.
132 Þóra kristín Ásgeirsdóttir, „30 ára stríðið“, bls. 38–41.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 48