Saga - 2016, Page 51
Viðmælendur mínir eru margir sannfærðir um að sýnileiki lesbía
hafi haft áhrif á að kvennalistinn tók málefni samkynhneigðra upp
á sína arma þótt lesbíur hafi fyrst og fremst verið áberandi í grasrót-
inni og síður í málefnastarfinu. Guðrún Jónsdóttir nefnir Stellu
Hauksdóttur sérstaklega í þessu sambandi en hún var mjög virk í
Íslensk-lesbíska og Samtökum kvenna á vinnumarkaði, auk þess
sem hún var starfsmaður kvennalistans á árunum 1987–1988.133
Bæði elísabet Þorgeirsdóttir og Þóra kristín Ásgeirsdóttir eru sann-
færðar um að vera lesbía innan kvennahreyfingarinnar hafi haft
áhrif á þróun mála.134 eftir stendur þó að réttindi samkynhneigðra
voru aldrei skilgreind sem málefni lesbía í kvennahreyfingunni
heldur ávallt á þann veg að kvennalistinn væri að leggja lið minni-
hlutahópi sem væri kvennahreyfingunni annars óviðkomandi.
kvennalistakonur áttuðu sig að einhverju leyti á þessum áherslum.
Í það minnsta skrifaði þingkonan kristín Ástgeirsdóttir grein um
tabúin í kvennahreyfingunni, í Veru árið 1992, þar sem hún fjallaði
um vinnu flokksins í málefnum samkynhneigðra út frá kynjuðum
sjónarhóli:
Í landsmálastefnuskrá kvennalistans frá 1991 er að finna í fyrsta sinn í
íslenskri stjórnmálasögu kafla um samkynhneigða, en þar er rætt um
þá sem hóp, ekki um konur sérstaklega, sem hlýtur að verða næsta
skref. Það má öllum ljóst vera að það er sérstök kvenleg reynsla að vera
lesbía, reynsla sem mörgum reynist erfitt að takast á við. Það er skylda
kvennahreyfingarinnar að leggja lesbíum lið rétt eins og öðrum konum,
enda held ég að það dýpki skilning okkar á stöðu kvenna, kvenlegu
eðli og karlveldinu að kynnast reynsluheimi lesbía og þeim erfiðleikum
sem þær eiga við að glíma.135
Þetta er í eitt af fáum tilvikum þar sem manneskja í þingflokki
kvennalistans veitir lesbíum hlutdeild í reynsluheimi kvenna, og
þar með kvennahreyfingunni, sem þýði að kvennalistanum beri að
vinna að þeirra hagsmunum sérstaklega. en þetta næsta skref var
aldrei tekið. ef til vill gafst ekki tækifæri til þess en kvennalistinn
tapaði umtalsverðu fylgi í Alþingiskosningunum árið 1995 og bauð
lesbía verður til 49
133 Viðtal. Guðrún Jónsdóttir 9. maí 2016.
134 Viðtal. elísabet Þorgeirsdóttir 14. apríl 2016; Viðtal. Þóra kristín Ásgeirsdóttir
29. apríl 2016.
135 kristín Ástgeirsdóttir, „Tabú í kvennahreyfingunni“, Vera 11. árg. 5. tbl.
(1992), bls. 38–39 og 52, einkum bls. 39.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 49