Saga - 2016, Page 52
ekki fram árið 1999. Þó er líklegra að hugmyndafræði flokksins hafi
komið í veg fyrir að sérstaklega væri unnið með hagsmunamál
þeirra lesbía sem störfuðu á þessum vettvangi. Í raun hefur hvorki
kvennahreyfingunni né baráttuhreyfingu hinsegin fólks enn tekist
að tvinna saman baráttu á grundvelli kyngervis og kynhneigðar.
Vissu lega hafa stöku starfshópar verið stofnaðir innan beggja hreyf-
inga, til að sameina málefnastarf á grundvelli kyngervis, kynhneigð -
ar og/eða kynvitundar, en hafa þó iðulega verið skammlífir.136
Dokt ors rannsókn Þorgerðar Þorvaldsdóttur kynjafræðings leiddi í
ljós að borið hefur á tortryggni, meðal fólks sem hefur atvinnu af
jafnréttis starfi, gagnvart útvíkkun jafnréttishugtaksins þannig að
það taki til þessara þriggja þátta, auk annarra, og feli þannig í sér
samþættingu þeirra. Hún sýndi aftur á móti fram á að hinsegin fólk
er gagnrýnið á þrönga skilgreiningu jafnréttishugtaksins og það
segir jafnvel að ákveðin einokun ríki í þágu kynjajafnréttis.137 Samt
sem áður hafa hvorki Samtökin ’78 né stærstu samtök kvennahreyf-
ingarinnar enn lýst því yfir opinberlega að þau leitist við að starfa í
anda samþættingar eða innleitt slíkt í lög eða stefnuyfirlýsingar.
Niðurstöður
Réttindabarátta samkynhneigðra á Íslandi er hluti af alþjóðlegri
hreyfingu en hefur þó sín sérkenni sem felast aðallega í því hversu
seint hún var á ferðinni hérlendis. Það skýrist að miklu leyti af sam-
félagsaðstæðum en margar af forsendum samkynhneigðrar sjálfs-
veru sköpuðust mun síðar á Íslandi en í nágrannalöndunum, t.d.
þéttbýlismyndun sem gerði hinsegin fólki kleift að skapa sér rými
til að efla samheldni og andóf. Miðað við borgir nágrannalandanna
var Reykjavík agnarsmá og því var mun örðugra fyrir samkyn -
hneigt fólk að skapa umfangsmikla neðanjarðarmenningu, sem gæti
myndað grundvöll fyrir pólitíska réttindabaráttu á grunni samkyn-
hneigðrar sjálfsveru, líkt og gerðist erlendis. Þó eru einhverjar vís-
bendingar um samkynhneigð rými frá fyrri hluta 20. aldar en þau
virðast þó eingöngu ætluð körlum. Jafnframt var vitneskjan um
samkynhneigð karla umtalsvert meiri en um samkynhneigð kvenna.
Vitað er um konur sem áttu í ástarsamböndum á fyrri hluta 20. aldar
íris ellenberger50
136 Sjá t.d. Þorgerður Þorvaldsdóttir, From Gender Only to Equality for All, bls. 178.
137 Sama heimild, bls. 221–224 og 237–240.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 50