Saga - 2016, Síða 57
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 55
rækilega grein fyrir uppbyggingu CCF og því starfi sem unnið var
á aðalskrifstofu samtakanna í París sem stýrt var af bandaríska leyni -
þjónustumanninum Michael Josselson á árunum 1950−1967. Í kjölfar
bókar hennar hafa ýmsir fræðimenn kafað dýpra í afmarkaða þætti
sem tengjast CCF, þar á meðal í einstökum löndum eða heimshlut-
um.3 Danski sagnfræðingurinn Ingeborg Philipsen hefur t.d. rann-
sakað Danmerkurdeild CCF — Selskabet for frihed og kultur (SFk).
Ísland kemur þar nokkuð við sögu enda var það vilji SFk að starfa
á breiðum grundvelli, fyrst skandinavískum en síðar norrænum. Í
skrifum sínum leggur Philipsen áherslu á að starfsemi CCF hafi
markast mjög af aðstæðum á hverjum stað. Hvetur hún fræðimenn
til að rannsaka betur samskipti aðalskrifstofunnar og undirdeild -
anna því aðeins þannig sé unnt að leggja heildarmat á áhrif CCF á
menningarlíf evrópu á tímum kalda stríðsins.4 Hér er brugðist við
því ákalli en það er þó rétt að taka fram í upphafi að ekki er um
heildarúttekt að ræða. Fanga er fyrst og fremst leitað í bréfasafni
sjónum að hópum og einstaklingum sem tengdust samtökunum á upphafsárum
þeirra og flóknum samskiptum þeirra bæði innbyrðis og við CIA. Sjá Giles
Scott-Smith, „The ‘Masterpieces of the Twentieth Century’ Festival and the
Congress for Cultural Freedom: origins and Consolidation 1947−1952“,
Intelligence and National Security 15: 1 (2000), bls. 121−143; Giles Scott-Smith, The
Politics of Apolitical Culture: The Congress for Cultural Freedom and the Political
Economy of American Hegemony 1945−1955 (London and New york: Routledge
2002). Giles Scott-Smith ritstýrði einnig bókinni The Cultural Cold War in Western
Europe 1945−1960 (London and New york: Routledge 2010) ásamt Hans krab -
ben dam. Þar er að finna ítarlegt viðtal sem W. Scott Lucas tók við Frances Stonor
Saunders. Þar svarar hún m.a. gagnrýnum spurningum um aðferðafræði sína
og nálgun í Who Paid the Piper? Sjá „Revealing the Parameters of opinion: An
Interview with Frances Stonor Saunders“, bls. 15–40. Greg Barnhisel hefur
gagnrýnt Saunders fyrir að einblína um of á aðkomu CIA og sömuleiðis fyrir
skort á skilningi á hinu umfangsmikla stjórnkerfi Bandaríkjanna. Í bók sinni,
Cold War Modernists: Art, Literature, & American Cultural Diplomacy (New york:
Columbia University 2015), gerir hann grein fyrir því hlutverki sem módernismi
þjónaði í starfi og hugmyndafræði CCF.
3 Tity de Vries, „The Absent Dutch: Dutch Intellectuals and the Congress for
Cultural Freedom“, The Cultural Cold War in Western Europe 1945−1960, bls.
255−66; Patrick Iber, Neither Peace nor Freedom: The Cultural Cold War in Latin
America (Cambridge: Harvard University Press 2015).
4 Ingeborg Philipsen, „out of Tune: The Congress for Cultural Freedom in
Denmark 1953−1960“, The Cultural Cold War in Western Europe 1945−1960. Ritstj.
Giles Scott-Smith og Hans krabbendam (London og New york: Routledge
2010), bls. 237.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 55