Saga - 2016, Side 58
haukur ingvarsson56
Gunnars Gunnarssonar rithöfundar og annarra forystumanna Al -
menna bókafélagsins (AB) en svo virðist sem rekstur AB hafi verið
nokkurs konar forsenda fyrir stofnun og starfi Frjálsrar menningar.
Hér verður enn fremur kannað hvaða áhrif það hafði á starfsemi
Frjálsrar menningar að Ísland skyldi vera tekið til greina í stefnu-
mótun CCF á Norðurlöndum, m.a. með tilliti til heimsókna erlendra
menntamanna sem komu hingað til fyrirlestrahalds. Að endingu er
spurt hvort vaxandi áherslu CCF á menningu, og þá einkum mód-
erníska fagurfræði á kostnað beins andkommúnisks áróðurs, sjái
stað í ritstjórnarstefnu íslensku tímaritanna Stefnis, Nýs Helgafells og
Félagsbréfs Almenna bókafélagsins.
Sú ákvörðun að skoða viðfangsefnið frá sjónarhóli Gunnars
Gunnars sonar á sér nokkrar ástæður. Á sjötta áratugnum stóð
Gunn ar á margháttuðum tímamótum. Hann flutti frá stórbýli sínu,
Skriðuklaustri í Fljótsdal, inn í nýtískulegt einbýlishús við Dyngju -
veg í Reykjavík sem var teiknað af Hannesi Davíðssyni, einum af
helstu boðberum módernismans í íslenskri byggingarlist.5 Gunnar
hóf jafnhliða aukin afskipti af félagsmálum og sagði skilið við hlut-
leysisstefnu sem hafði einkennt opinbera afstöðu hans í stjórn mál -
um undangengin ár.6 Í umtalaðri ræðu, sem hann flutti á fundi
Heim dallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, í nóvember 1954, beindi
hann spjótum sínum að kommúnisma og hættunni sem hann taldi
að stafaði af honum, bæði á Íslandi og á heimsvísu. Vörnina taldi
hann felast í vestrænni menningu og á næstu misserum reyndi hann
að leggja henni lið. Gunnar varð þar með virkur þátttakandi í því
sem kallað hefur verið kalda menningarstríðið en hugtakið vísar til
þess hvernig Sovétmenn og Bandaríkjamenn beittu áróðri í sam-
keppni um að vinna hugi og hjörtu einstaklinga og þjóða. Boð -
skapn um var miðlað með menningarheimsóknum, tímaritum, kvik-
myndum, vináttufélögum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt.7 Í
þessu stríði skipti miklu máli að eiga bandamenn á meðal heima-
manna og þegar horft er á menningarvettvanginn hér á landi um
miðja öldina er óhætt að fullyrða að Sovétmenn hafi staðið betur að
5 Jón yngvi Jóhannsson, Landnám: Ævisaga Gunnars Gunnarssonar (Reykjavík: Mál
og menning 2011), bls. 415−416.
6 Sama heimild, bls. 427−429.
7 Sjá umræðu um kalda menningarstríðið í Hans krabbendam og Giles Scott-
Smith, „Introduction: Boundaries to Freedom“, The Cultural Cold War in Western
Europe, bls. 1–11.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 56