Saga - 2016, Page 59
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 57
vígi, að minnsta kosti framan af. MÍR, sem var stofnað 1950, hafði
marga helstu forvígismenn sósíalista í menningarmálum innan
sinna vébanda. Þannig var Halldór Laxness fyrsti forseti félagsins
en einnig mætti nefna kristin e. Andrésson og Þórberg Þórðarson,
sem báðir sátu í stjórn þess.8 Að mati Bandaríkjamanna voru íslenskir
menntamenn hins vegar upp til hópa áhugalausir um Bandaríkin og
bandaríska menningu ef ekki beinlínis fjandsamlegir, einkum í garð
dægurmenningar. Gramdist þeim að ekki skyldi takast að fá ís -
lenska menntamenn til að taka þátt í starfi Íslenzk-ameríska félags-
ins.9
Gunnar Gunnarsson var þó ekki eini íslenski menntamaðurinn
sem tók opinberlega afstöðu gegn kommúnisma. Meðal samherja
hans má nefna rithöfunda og skáld eins og Tómas Guðmundsson,
Guðmund G. Hagalín og kristmann Guðmundsson sem allir stóðu
Gunnari nærri í aldri. einnig mætti nefna yngri menn eins og eyjólf
konráð Jónsson, Matthías Johannessen, kristján karlsson og eirík
Hrein Finnbogason, sem koma talsvert við sögu Frjálsrar menning -
ar. Allir áttu þeir það sameiginlegt að vera meðal stofnfélaga AB en
Gunnar var formaður útgáfuráðs félagsins. Þar sameinuðu krafta
sína áhrifamiklir stjórnmálamenn, framámenn í atvinnulífinu,
menntamenn og skáld. Í „Ávarpi til Íslendinga“, sem birtist á síðum
dagblaða 17. júní 1955, er greint formlega frá stofnun félagsins og er
tilgangur þess m.a. sagður vera að „kynna Íslendingum andlegt líf
og háttu samtíðarinnar og glæða áhuga þeirra og virðingu fyrir
menningarerfðum sínum, sögu, þjóðerni og bókmenntum.“10 Tíma -
setning ávarpsins og inntak ber vott um þjóðernislegar áherslur og
kunna þær að eiga sinn þátt í því að AB hefur fyrst og fremst verið
skoðað í íslensku samhengi. er starfsemi félagsins gjarna lýst sem
viðbragði við umsvifum vinstrimanna á menningarsviðinu hér á
landi og þá einkum starfrækslu bókafélagsins Máls og menningar,
sem laut forystu kristins e. Andréssonar.11 Þar með er þó aðeins hálf
sagan sögð. AB lagði umtalsverða rækt við þær fyrirætlanir sínar að
kynna Íslendinga fyrir andlegu lífi og háttu samtíðarinnar. Þannig
8 Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins: Samskipti Íslands og Bandaríkjanna
1945−1960, bls. 264.
9 Sama heimild, bls. 263−268.
10 „Ávarp til Íslendinga“, Morgunblaðið 17. júní 1955, bls. 16.
11 Dagný kristjánsdóttir, „Árin eftir seinna stríð“, Íslensk bókmenntasaga. Ritstj.
Guðmundur Andri Thorsson (Reykjavík: Mál og menning 2006), bls. 440.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 57