Saga - 2016, Side 61
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 59
sem takast á andstæð hugmyndakerfi Sovétríkjanna og Banda -
ríkjanna, alræðis og frelsis.13 Í kjölfar ræðunnar var Marshall-aðstoð -
inni hleypt af stokkunum, en hún átti að koma á jafnvægi í stjórn-
málum og efnahagsmálum í Norðurálfu og draga úr áhrifum
kommúnisma.14 Að mati Frances Stonor Saunders mörkuðu þessir
atburðir þáttaskil í sögu kalda stríðsins, efnahagsaðstoðin og Truman-
kenningin færðu heimsbyggðinni skýr skilaboð um að framtíð
Vestur-evrópu stæði eða félli með samstarfi við Bandaríkin.15 en
Bandaríkjamenn höfðu fleiri járn í eldinum; þetta sama ár var ný
leyniþjónusta Bandaríkjanna, Central Intelligence Agency (CIA) sett
á fót ásamt fjölda annarra stofnanna, m.a. þjóðaröryggisráðinu, Na -
tional Security Council. Var þetta í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn
starfræktu leyniþjónustu á friðartímum. Hlutverk CIA var upphaf-
lega að halda utan um og samræma upplýsingar frá hernum og
utanríkisþjónustunni. Í lögum um stofnunina var hvergi kveðið á
um að það væri beinlínis hlutverk hennar að afla upplýsinga eða
hafa afskipti af málefnum annarra ríkja, en óljóst orðalag um þjón-
ustu CIA í almannaþágu var síðar notað til að réttlæta leynilegar
aðgerðir, óopinbera hernaðaríhlutun og skipulagða upplýsingasöfn-
un. Frances Stonor Saunders leggur á það áherslu í bók sinni að saga
CIA hafi varpað skugga á vissar staðreyndir um upphaf hennar; þar
hafi verið komnir saman mennta menn úr úrvalsskólum Banda ríkj -
anna sem hafi réttlætt gerðir sínar með því að þeir væru að bjarga
frelsi Vesturlanda frá alræði kommúnismans.16 Innan CIA kom
snemma upp sú hugmynd að vinstri menn sem ekki væru hallir
undir kommúnisma væru ákjósanlegir bandamenn og fyrrverandi
kommúnistar líklegastir til þess að hafa áhrif á skoðanir fólks á
Sovétríkjunum. Segja má að CCF hafi sprottið af þessari hugmynd.17
CCF voru, sem fyrr segir, andkommúnísk samtök en minntu þó
um margt á friðarhreyfingarnar sem störfuðu í umboði Sovét ríkj -
anna. Þetta má skýra með því að margir af forsprökkum CCF í
13 Frances Stonor Saunders, Who Paid the Piper? The CIA and the Cultural Cold War,
bls. 24−26.
14 Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna
1945−1960, bls. 80−81.
15 Frances Stonor Saunders, Who Paid the Piper? The CIA and the Cultural Cold War,
bls. 25−26.
16 Sama heimild, bls. 32−33.
17 Sama heimild, bls. 62−63.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 59