Saga - 2016, Page 62
haukur ingvarsson60
evrópu voru fyrrum kommúnistar sem höfðu tileinkað sér gagn -
rýna afstöðu til Sovétríkjanna og snúið baki við þeim. Greina safnið
The God that Failed, sem kom upphaflega út í Bandaríkjunum árið
1949, var nokkurs konar upptaktur að stofnun samtakanna en það
hafði að geyma vitnisburð sex mikilhæfra evrópskra og amerískra
skálda sem misst höfðu trúna á roðann í austri. Þetta voru þeir Lois
Fischer, André Gide, Arthur koestler, Ignazio Silone, Stephen Spender
og Richard Wright. Bandarísk stjórnvöld studdu útbreiðslu bókar-
innar með ráðum og dáð en mikilvægur hvatamaður að útgáfu
hennar var bandaríski blaða maður inn Melvin Lasky, stofnandi og
ritstjóri þýska tímaritsins Der Monat sem birti flestar af ritgerðum
bókarinnar upphaflega.18 Samtökin CCF voru formlega stofnuð á
fjölmennu þingi í Berlín árið 1950. Þar áttu m.a. Norðurlönd fulltrúa
sem flestir komu úr röðum sósíaldemókrata. ef marka má frétta-
flutning Alþýðublaðsins virðist ekki hafa verið loku fyrir það skotið
að Íslendingar myndu eiga þar fulltrúa, en sú varð ekki raunin.19
Þingið einkenndist mjög af andkommúnískum málflutningi; þar
steig hver ræðumaðurinn á fætur öðrum á stokk og fordæmdi
Sovétríkin, hugmyndafræði kommúnista og stjórnarfar. 20 CIA varði
50.000 dollurum í þinghaldið en að því loknu var aðalskrifstofu CCF
18 Sama heimild, bls. 63−66.
19 Fyrstu fréttir sem Íslendingar fengu af CCF birtust í Alþýðublaðinu, sjá
„Alþjóðlegt menningarþing verður haldið í Vestur-Berlín í vor“, Alþýðublaðið
15. apríl 1950, bls. 1. Í fréttinni eru tilteknir helstu skipuleggjendur þingsins og
líka rithöfundar sem boðað höfðu komu sína. Það segir sína sögu að fréttir af
þinginu skyldu einkum birtast í Alþýðublaðinu því CCF hafði sterk tengsl við
sósíaldemókrata í Skandinavíu. Samskipti Alþýðuflokksins og systurflokka hans
í Skandinavíu voru þó stopul í byrjun sjötta áratugarins, einkum vegna fjár-
skorts íslensku hreyfingarinnar. kann það einnig að skýra hvers vegna Íslend -
ingar áttu ekki fulltrúa á þinginu, sjá Iben Bjørnsson, „NoRSe BRoTHeRS:
Social Democratic anti-Communism in Norden: 1945−1962“. Doktorsritgerð
frá kaupmannahafnarháskóla 2012, bls. 101.
20 Alþýðublaðið fylgdi umfjöllun sinni um þingið eftir með því að birta þýðingu á
erindi sem Arthur koestler hafði flutt. Sjá „Arthur koestler: Hinir hlutlausu og
hálfvolgu í baráttunni fyrir frelsinu“, Alþýðublaðið 28. júlí 1950, bls. 5 . Tæplega
tveimur mánuðum síðar birti blaðið grein eftir danska jafnaðarmanninn Frode
Jakobsen þar sem fjallað var um þingið í löngu máli. Var þar lögð áhersla á að
margir þeirra sem nú berðust gegn kommúnistum hefðu áður beint spjótum
sínum að nasistum; segja má að tónninn hafi verið sleginn í fyrirsögninni:
„Baráttan gegn Stalín áframhald baráttunnar gegn Hitler“, Alþýðublaðið 21.
september, bls. 5.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 60