Saga - 2016, Page 63
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 61
komið á fót í París og var Michael Josselson settur yfir hana.21
Josselson var fæddur í eistlandi, hafði lært í Berlín og starfaði um
hríð í París, en fluttist til Bandaríkjanna skömmu fyrir seinna stríð.
Hann gekk í banda ríska herinn og framúrskarandi tungumálakunn-
átta gerði það að verkum að honum var falið að sinna upplýsinga-
öflun í deild sem sinnti sálfræðihernaði (e. Psychological Warfare
Division). Að stríði loknu var hann svo ráðinn til CIA.22
eftir stofnfundinn í Berlín lagði aðalskrifstofa CCF á það áherslu
að starfsemin mætti ekki eingöngu taka mið af andstöðu við komm-
únisma; samtökin yrðu einnig að hafa eitthvað uppbyggilegt fram
að færa. Því var hafinn undirbúningur listahátíðarinnar „Festival of
the Twentieth Century“ sem fram fór í París árið 1952. Ákveðið var
að beina sjónum að því besta í framsækinni nútímalist frá Banda -
ríkjunum og Vestur-evrópu. Mikil vinna var lögð í val listamann-
anna og þess m.a. gætt að bandarískir þátttakendur væru ekki í
meirihluta svo skipuleggjendurnir yrðu ekki sakaðir um áróður.
Verkum sem vakið höfðu reiði stjórnvalda í Sovétríkjunum var gert
hátt undir höfði og meðal þátttakenda voru fjölmargir landflótta
listamenn þaðan. Allt kapp var lagt á að undirstrika frelsi listamann-
anna og listarinnar sjálfrar í hinum vestrænu lýðræðisríkjum.23
Áherslan á frelsið dregur fram kjarnann í málflutningi stórveldanna
á tímum kalda stríðsins, sem einkenndist iðulega af skýrum and -
stæðupörum eða tvenndum. Á menningarsviðinu settu Sovétmenn
hugmyndir um frið á oddinn en Bandaríkjamenn lögðu áherslu á
frelsi. Skilyrðislaus krafa kommúnista um félagslegt inntak listarinn-
ar og fordæming þeirra á módernisma leiddi til þess að Bandaríkja -
menn tóku módernismann upp á sína arma og beittu honum fyrir
sig í áróðursskyni. Í bók sinni Cold War Modernists heldur Greg
Barnhiesel því fram að ekki hafi verið litið á módernisma, í þessu
samhengi, sem uppreisnarafl gegn gildum borgaralegs samfélags
21 Frances Stonor Saunders, Who Paid the Piper? The CIA and the Cultural Cold War,
bls. 86−87. Fjallað er um fjármögnun þingsins í bók Saunders, á bls. 71−72.
22 Sama heimild, bls. 11−12.
23 Giles Scott-Smith, „The ‘Masterpieces of the Twentieth Century’ Festival and
the Congress for Cultural Freedom: origins and Consolidation 1947−1952“,
bls. 131−137. Morgunblaðið birti stutta frétt við upphaf annarrar viku hátíðar-
innar þar sem markmið hennar er dregið saman og sagt vera „að sýna fram á
að listamaðurinn getur bezt þrifist og list hans prýðilega blómgast í þjóðfélög-
um, þar sem listamaðurinn ræður listtúlkun sinni algjörlega sjálfur.“ Sjá
„Listsýning í París“, Morgunblaðið 9. maí 1952, bls. 8.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 61