Saga - 2016, Page 64
haukur ingvarsson62
eða stöðnuðum listformum heldur fyrst og fremst yfirlýsingu um
frelsi, einstaklingshyggju, sjálfsákvörðunarrétt og lausn undan oki
hugmyndakerfa.24 Stofnfundur CCF í Berlín og listsýningin í París
draga fram ólíkar áherslur í starfi CCF og þann tíma sem samtökin
störfuðu gætti nokkurrar togstreitu milli þeirra sem vildu leggja
áherslu á andkommúnískan málflutning og hinna sem vildu setja
menningarstarf undir formerkjum nútímalistar á oddinn.
Á sjötta áratugnum voru stofnaðar undirdeildir CCF víða um
heim. Móðursamtökin skipulögðu meðal annars gestakomur til
undirdeildanna og fjármögnuðu listsýningar, auk þess sem CCF
studdi útgáfu tímarita, t.d. Preuves í Frakklandi, áðurnefnds Der
Monat í Þýskalandi og Encounter á englandi. Náðu þessi tímarit tals-
verðri útbreiðslu og rötuðu m.a. til Íslands.25 Frá árinu 1956 kom
SFk, undirdeild CCF í Danmörku, að útgáfu tímaritsins Perspektiv
og það sama ár kom fulltrúi SFk hingað til lands í leit að sam-
starfsaðilum sem gætu jafnvel stofnað Íslandsdeild CCF í fyllingu
tímans. AB varð fyrir valinu en margar ástæður voru fyrir því að
bókafélagið þótti fýsilegur samstarfsaðili CCF hér á landi.
Andkommúnískir frumkvöðlar og Almenna bókafélagið
Í bók sinni Neither Peace nor Freedom: The Cultural Cold War in Latin
America fjallar Patrick Iber talsvert um CCF og meðal annars um það
hvernig samtökin náðu fótfestu í nýjum löndum. Í því sambandi
gerir hann meðal annars grein fyrir tveimur hópum sem hann telur
að hafi verið forsenda fyrir starfseminni auk starfsmanna CIA. Í
fyrsta lagi nefnir hann andkommúníska frumkvöðla (e. anti-comm-
unist entrepreneurs) en þar á hann við einstaklinga víðs vegar um
heiminn sem beittu sér gegn uppgangi kommúnismans að eigin
frumkvæði. Þessir einstaklingar höfðu ýmist formleg tengsl við CCF
eða voru leitaðir uppi af samtökunum þegar kom að því að stofna
24 Greg Barnhisel, Cold War Modernists: Art, Literature, & American Cultural
Diplomacy, bls. 27−29.
25 Alþýðublaðið birti frétt af stofnun Encounter þar sem segir að Stephen Spender
hafi hleypt tímaritinu af stokkunum, og fréttin heldur áfram: „„encounter“
nýtur stuðnings Congress for Cultural Freedom og á í senn að fjalla um bók-
menntir og þjóðfélagsmál.“ Sjá, „Brezkar bækur“, Alþýðublaðið 19. september
1953, bls. 7.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 62