Saga - 2016, Side 67
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 65
maður Morgunblaðsins, athyglis verða grein í Stefni, tímarit Sam bands
ungra Sjálfstæðismanna, árið 1954, þar sem hann mælist til þess að
„hin frjálslyndu lýðræðisöfl taki við forystunni í menningarmálum
…“ 34 Matthías var náinn vinur eyjólfs konráðs Jóns sonar og voru
báðir í framvarðarsveit Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta inn-
an Háskóla Íslands.35 Heimdallur lagði líka sitt af mörkum því
haustið 1954 og vorið 1955 stóð félagið fyrir þremur fundum um
menningarmál. Fyrri fund irnir tveir fóru fram í nóvember og ávarp -
aði Gunnar Gunnars son samkomurnar í bæði skiptin. Leit bóka -
útgefandinn Ragnar Jónsson svo á að Gunnar hefði í erindum sínum
„riðið á vaðið gegn yfir gangi kommúnistanna á menningarsviðinu“
á Íslandi.36 Á þriðja og síðasta fundinum, í maí 1955, tóku séra
Sigurður Pálsson og rithöfundarnir kristmann Guðmundsson og
Guðmundur G. Hagalín undir sjónarmið Gunnars enda var umfjöll-
unarefni fundarins „áróður og skemmdarstarf kommúnista í ís -
lensku menningarlífi“.37 Þegar hér var komið sögu var hópurinn sem
stóð að stofnun AB farinn að taka á sig mynd því allir þeir Íslend -
ingar sem nefndir hafa verið hér að framan voru meðal 34 stofn -
félaga AB. Þar komu ekki einungis saman stjórnmálamenn, framá-
menn í atvinnulífinu, menntamenn og skáld heldur líka ólíkar
kynslóðir eins og aldursmunur þeirra eyjólfs konráðs (f. 1928) og
Bjarna Benedikts sonar (f. 1908) er til marks um.38
34 Matthías Johannessen, „„Uglur í mosanum““, Stefnir 5: 1 (1954), bls. 30.
35 Matthías Johannessen, „Minning: eyjólfur konráð Jónsson“, Morgunblaðið 14.
mars 1997, bls. B1–B2.
36 Tilvitnunin er tekin úr bréfi sem Ragnar Jónsson í Smára skrifaði Bjarna
Benediktssyni menntamálaráðherra og erna erlingsdóttir vísar til í meistara-
prófsritgerð sinni, Skáldskapur og stjórnmál: Íslenskt bókmenntasvið um
miðja 20. öld: Bókmenntalaus bókmenntasaga, Háskóli Íslands 2010, bls. 77. Í
ritgerð ernu er fjallað mun rækilegar um aðdraganda stofnunar AB en hér er
gert. Leiðir hún m.a. líkur að því að fundir Heimdallar hafi verið undirbúning-
ur fyrir opinberan stofnfund félagsins. eiginlegur stofnfundur AB fór fram 27.
janúar 1955 (bls. 72).
37 Sama heimild, bls. 66.
38 eyjólfur konráð Jónsson fjallar um stofnun AB í kaflanum „Stofnun Almenna
bókafélagsins“ sem birtist í bókinni Bjarni Benediktsson í augum samtíðarmanna.
Ritstj. Ólafur egilsson (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1983). Þar fer eyjólfur
konráð mjög lofsamlegum orðum um Bjarna og segir að án hans hefði AB aldrei
verið stofnað. Honum hafi tekist „að laða ólíka menn til samstarfs og stýra ólík-
um sjónarmiðum að sameiginlegu markmiði“ (bls. 155). Í greininni gerir eyjólfur
konráð e.t.v. minna úr sínum hlut við stofnun og störf AB en efni standa til.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 65