Saga - 2016, Page 68
haukur ingvarsson66
eyjólfur konráð var framkvæmdastjóri AB frá 1955 til 1960 en
Bjarni gegndi fyrstur formennsku félagsins. Þegar því var ýtt úr vör,
17. júní 1955, lét Bjarni þess getið að aðstandendurnir hefðu „hug á
að efna til upplestra og fræðslu um íslenzkar bókmenntir innan -
lands, fá merka erlenda rithöfunda til fyrirlestra og lesturs úr ritum
sínum hér og kynna íslenzkar bókmenntir erlendis. Vel má vera að
félagið láti fleiri menningarmál til sín taka …“39 Þegar bandaríski rit-
höfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner heimsótti
landið, í október 1955, á vegum bandaríska utanríkisráðuneytis ins
gripu aðstandendur bókmenntafélagsins tækifærið og nýttu dvöl
hans sér og forlaginu til framdráttar. Til dæmis tók Gunnar Gunnars -
son á móti þessum bandaríska starfsbróður á heimili sínu og kynnti
hann fyrir íslenskum áheyrendum áður en Faulkner ávarpaði stúd-
enta í hátíðarsal Háskóla Íslands. Var ávarpið síðan prentað í fyrsta
hefti Félagsbréfs AB sem kom út síðar um haustið.40 Ári síðar gaf AB
út úrval af smásögum Faulkners í þýðingu krist jáns karlssonar. Frá
sjónarhóli Bandaríkjamanna var heimsóknin talin einn best heppnaði
menningarviðburðurinn sem þeir stóðu fyrir hér á landi, ekki síst
vegna þess að Faulkner laðaði að íslenska menntamenn sem þeim
hafði gengið brösuglega að höfða til fram að þessu.41
AB hafði allt frá stofnun sterka innviði og þar komu saman
menn með margháttaða reynslu, völd á ólíkum sviðum samfélags -
ins, víðtækt tengslanet, sem náði meðal annars til tímarita og
dagblaða, og síðast en ekki síst fjármagn. ef horft er til lýsingar Ibers
í upphafi kaflans má segja að allar forsendur hafi verið til staðar
fyrir starfsemi CCF hér á landi og þess var ekki langt að bíða að
erindreki þeirra bankaði upp á hjá AB.
Menningarsviðið kortlagt
Sumarið 1956 var danski blaðamaðurinn og bókasafnsfræðingurinn
Jørgen Schleimann gerður út af örkinni til að fjalla um alþingiskosn-
39 „Almenna bókafélagið: Helztu skáld landsins og bókmenntamenn sameinast
um stofnun nýs menningarfélags“, Morgunblaðið 17. júní 1955, bls. 16.
40 Gunnar Gunnarsson, „Ávarp til bandaríska skáldsins William Faulkner við
móttöku Stúdentafélagsins í hátíðasal háskólans 15. október 1955. Flutt af
Gunnari Gunnarssyni, skáldi“, Félagsbréf 1: 1 (1955), bls. 15−17.
41 Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins: Samskipti Íslands og Bandaríkjanna
1945−1960, bls. 263−268.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 66