Saga - 2016, Qupperneq 69
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 67
ingar á Íslandi fyrir danska íhaldsblaðið Berlingske Aftenavis.42
Schleimann átti eftir að reynast nokkuð umdeildur á Íslandi en
Morgunblaðið vitnaði í skrif hans, sjálfstæðismönnum til framdráttar,
bæði fyrir og eftir kosningar. Úrslit kosninganna voru á þann veg að
Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, sem setið höfðu saman í
ríkisstjórn árin á undan, náðu ekki hreinum meirihluta eins og þeir
höfðu stefnt að og af þeim sökum var Alþýðubandalaginu boðin
þátttaka í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bandaríkjamenn höfðu haft
mikinn viðbúnað á Íslandi í aðdraganda kosninganna og talið var
að úrslit þeirra skiptu sköpum hvað varðaði stefnu Íslendinga í
utanríkismálum. Var þar sérstaklega horft til varnarsamningsins við
Bandaríkin og áframhaldandi veru hersins á Íslandi, sem nýju
stjórnarflokkarnir lögðust gegn.43 Þetta er vert að hafa í huga þegar
lagt er mat á tengsl CCF og Frjálsrar menningar, en Schleimann
vísaði gjarna til þess í bréfum að einstakir atburðir eða málefni gætu
haft áhrif á afstöðu Íslendinga til kommúnista. Heimildir sýna líka
að Schleimann gekk erinda CCF meðan á heimsókninni stóð.44 Frá
Íslandi hélt hann til Parísar en hann hafði hlotið námsstyrk frá
NATo til að rannsaka þar kommúnisma og „menntamenn“. Ör lög -
in höguðu því hins vegar svo til að hann var fljótlega ráðinn til
42 Skrif Schleimanns áttu eftir að reynast umdeild á Íslandi en Morgunblaðið
fjallaði um greiningu hans á stjórnmálaástandinu, undir fyrirsögninni „Glöggt
er gests augað“, 22. júní 1956. efnislega eru ummælin sem fóru fyrir brjóstið á
Íslendingum á þá leið að takist kommúnistum að nota þjóðerniskennd Íslend -
inga til að æsa kjósendur gegn Bandaríkjamönnum þá geti Schleimann, sem
Dani, ekki annað en fengið samviskubit yfir því að hafa „leyft Íslendingum að
fá algert sjálfstæði …“ Í bréfi sem Schleimann skrifaði, u.þ.b. tveimur mán -
uðum eftir að hann yfirgaf Ísland, segir að hann vonist til að geta heimsótt
Ísland aftur seinna, þegar óvildin í hans garð sé farin að minnka. Sjá Jørgen
Schleimann, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 30. október 1956.
Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild) Lbs. 100 NF.
Askja 33.
43 Sjá kaflann „Utanríkismálin og kosningabaráttan“ í bók Vals Ingimundarsonar,
Í eldlínu kalda stríðsins: Samskipti Íslands og Bandaríkjanna 1945−1960, bls. 304−
309.
44 kristján Albertsson skrifaði Ragnari í Smára bréf í kjölfar heimsóknar Schlei -
manns, þar sem segir fullum fetum: „kongressinn fyrir menning og frelsi,
alheimssamtök menningarfrömuða gegn einræði og frelsisskerðingu, [gerðu]
í sumar … mann á fund Almenna bókafélagsins til að skýra frá starfsemi sinni
og óska samvinnu við Ísland …“ Sjá „Sendibréf til Ragnars Jónssonar frá
París“, 6. nóvember 1956. Lbs 9 NF. Askja 6.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 67