Saga - 2016, Síða 70
haukur ingvarsson68
starfa á aðalskrifstofu CCF og þaðan héldu samskipti hans við
Íslendinga áfram.45
elsta varðveitta bréf Jørgens Schleimanns til Gunnars Gunnars -
sonar er dagsett 30. október 1956, viku eftir uppreisnina í Ung -
verjalandi. Í upphafi þess þakkar hann Gunnari fyrir skjót svör, svo
gera má ráð fyrir því að einhver samskipti hafi þegar átt sér stað þeirra
á milli. Bréfið ber þess jafnframt merki að CCF hafi verið farið að
lengja eftir viðbrögðum frá AB. Bréf Gunnars hafi hins vegar staðfest
að áhugi á samstarfi væri fyrir hendi í þeirra röðum. Schlei mann
áréttar að Íslendingar verði sjálfir að ráða hvaða fyrirkomulag þeir vilji
hafa á starfseminni. Frá sjónarhóli aðalskrifstofunnar í París skipti
mestu máli að starfsemin sé í föstum skorðum því hún muni senda
bækur, tímarit og annað efni til landsins. einnig þurfi persónuleg
tengsl að vera til staðar vegna samskipta alþjóðlegra deilda CCF við
menningarlífið á Íslandi, m.a. til að undirbúa heimsóknir fyrirlesara
og annarra erlendra gesta. Schleimann tekur fram í þessu sambandi
að danski félagsskapurinn, SFk, hafi verið þröngur og lokaður
framan af og leggur áherslu á að íslenski hópurinn megi gjarna vera
breiður og ekki einskorðast við AB. eigi að síður sé sjálfsagt að for-
ystumennirnir komi þaðan. Hann stingur upp á því að eyjólfur kon -
ráð Jónsson verði ritari (d. sekretær) því þannig megi koma festu á
starfsemina. Bók mennta ráð AB geti þá þjónað hlut verki skipulags-
nefndar (e. organizing committee) þar til samtök um frjálsa menningu
verði formlega stofnuð. Schleimann getur þess líka að hann hafi
fundið fyrir áhuga á frekara samstarfi meðal fleiri aðila en AB og
segist hann hafa verið í sambandi við ýmsa unga menn úr röðum
Sjálf stæðisflokksins. Nefnir hann Gunnar Schram og Þor stein Ó.
Thor aren sen, sem ritstýri tímaritinu Stefni, og Jóhannes Nordal, einn
ritstjóra Nýs Helgafells, sem hafi verið mjög áhugasamur. Í bréfinu fæst
staðfesting á því að starfsmenn aðalskrifstofu CCF fylgdust vel með
gangi mála á Íslandi því Schleimann segist hafa fengið símhringingu
meðan hann sat við skriftirnar, á línunni hafi verið „aðalritari þjóð -
deilda CCF, sem spurði, hvort ætti að halda áfram að senda prentefni
til Reykjavíkur, þar sem engin svör hefðu borist.“46 Schlei mann gat, í
45 Ingeborg Philipsen, „out of Tune: The Congress for Cultural Freedom in
Denmark 1953−1960“, bls. 245.
46 Jørgen Schleimann, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 30.
október 1956. Lbs. 100 NF. Askja 33. Í bréfinu segir orðrétt: „kongressens sekra-
tær for nationalkomitéer, som spurgte, om man fortsat skulle sende publika-
tioner til Reykjavík, da man jo stadig intet havde hørt til gengæld.“
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 68