Saga - 2016, Side 71
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 69
ljósi bréfs Gunnars, fullyrt að áhugi Íslendinga væri fyrir hendi.
Aðalritarinn sem hér um ræðir var Hunt, ungur rithöfundur með
próf frá Harvard. Hann hafði verið ráðinn til starfa á aðalskrifstof-
unni, snemma árs 1956, til að létta undir með Michael Josselson sem
hafði fengið hjartaáfall. Hafa skal í huga að Hunt var starfsmaður
CIA rétt eins og Josselson.47
Um leið og fréttir af atburðunum í Ungverjalandi fóru að spyrj -
ast út hóf CCF, undir forystu áðurnefnds Melvins Laskys, að setja
saman bók um Ungverjalandsmálið sem átti að koma út á vor -
dögum á ensku, frönsku, spænsku, ítölsku og þýsku. Frá þessu
greinir í næsta bréfi Schleimann, dagsettu 17. febrúar 1957. Skýrir
það líka tímabundið hlé sem varð á samskiptum hans við Gunnar
eftir þetta fyrsta bréf.48 Schleimann aðstoðaði við gerð bókar
Laskys og var því vel inni í gangi mála í Ungverjalandi. Segist
hann telja að atburðirnir þar geti skapað breiðari samstöðu með
málstað CCF á Íslandi en hann hafi fundið fyrir meðan á heimsókn
hans stóð sumarið áður. Nefnir hann að stuðningsmenn Fram -
sóknarflokks og Alþýðuflokks geti jafnvel reynst áhugasamari um
samtökin. Honum er jafnframt umhugað um að koma skrifum sín-
um og annarra um Ungverjaland á framfæri á Íslandi og biður
Gunnar að fela eyjólfi konráði milligöngu um það mál. Þrátt fyrir
miklar annir hafði Schleimann ekki farið varhluta af öllu sem gerst
hafði á Íslandi. Í bréfinu notar hann tækifærið til að hrósa Gunnari
fyrir erindi sem hann flutti þegar dr. Lumir Soukup, kennari í
tékkneskum bókmenntum við háskólann í Glasgow, ræddi slav-
neskar bókmenntir á vegum AB.49 Soukup, sem var landflótta
Tékki, kom til landsins í boði Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Hann hafði áður verið ritari Jans Masaryks, utanríkisráðherra
Tékkóslóvakíu, sem var að öllum líkindum myrtur skömmu eftir
valdarán kommúnista 1948.50 Heim sókn hans var því í senn
menningarkynning og gagnrýni á Sovét ríkin. Að lokum áréttar
47 Frances Stonor Saunders, Who Paid the Piper? The CIA and the Cultural Cold War,
bls. 241−243.
48 Jørgen Schleimann, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 17.
febrúar 1957. Lbs. 100 NF. Askja 33.
49 „Slavneskar bókmenntir: Ágætur fyrirlestur dr. Soukup“, Morgunblaðið 25.
nóvember 1956, bls. 2.
50 „Nánasti samstarfsmaður Masaryks kominn hingað“, Morgunblaðið 25. nóvem-
ber 1956, bls. 2.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 69