Saga - 2016, Page 72
haukur ingvarsson70
Schlei mann mikilvægi eyjólfs konráðs fyrir áframhaldandi sam-
starf.51
Þau kynni sem tókust með Jørgen Schleimann og forystumönn-
um AB reyndust grundvöllurinn undir samstarf CCF og Frjálsrar
menningar næstu ár. en AB átti líka fulltrúa í París sem studdi stofn-
un Frjálsrar menningar með ráðum og dáð.
Stofnun Frjálsrar menningar
kristján Albertsson fylgdist með samskiptum CCF og AB af vakandi
áhuga. Hann var á þessum tíma starfsmaður íslenska sendiráðsins í
París en jafnframt einn helsti menningarviti Íslendinga á hægri
væng stjórnmálanna. Í bréfi til Ragnars Jónssonar í Smára, frá 6.
nóvember 1956, ýtir hann á eftir viðbrögðum af Íslands hálfu:
„Biddu Jóhannes að sjá um að Alm. bókafélagið svari bréfum frá
kongressinu hér í París — þarf ekki að vera langt, en viðurkenning
á móttöku bókasendinga, og þakkir — segja að íslensk þátttaka sé
enn til athugunar.“52 Í byrjun mars skrifaði hann Gunnari Gunnars -
syni og lét hann vita af því að sér væri kunnugt um ráðagerðir
þeirra Schleimanns um að stofna Íslandsdeild CCF. Taldi kristján
„okkur geta haft mikið gagn af slíku félagi heima, og yður sjálfkjör-
inn til að vera aðalstofnanda og fyrsta formann …“53 kristján vildi
eigi að síður fara hægt í sakirnar. Þeir Schleimann hefðu rætt hvort
ekki væri heppilegast að frekari aðgerðir biðu þar til kristján kæmi
sjálfur heim um sumarið:
51 Jørgen Schleimann, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 17. febr úar
1957. Lbs. 100 NF. Askja 33. Um eyjólf skrifar Schleimann langa lof ræðu: „een
ting vil jeg imidlertid insistere paa, og det er, at man udnytter eyjólfurs fremra-
gende evner som organisator i det kommende arbejde. Jeg synes, hans hidtige
arbejde inden for Bókafélagið har været af en saadan art, at det natur ligt maa
kvalificere ham som sekratær for en kommende islandsk afdeling — national
og helt igennem uafhængig og frit stillet over for de samarbejdende afdelinger
inden- og udenfor europas grænser — og jeg kan af personlig erfa ring bevidne,
at hans personlige egenskaber vil være egnet til at skabe ham den naturlige og
nødvendige tillid blandt det internationale samarbejdes øvrige medlemer.“
52 kristján Albertsson, „Sendibréf til Ragnars Jónssonar frá París“, 6. nóvember
1956. Lbs. 9 NF. Askja 6.
53 kristján Albertsson, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 3. mars
1957. Lbs. 100 NF. Askja 22.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 70