Saga - 2016, Síða 73
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 71
eg myndi þá hafa kynnt mér hér, allt sem vita verður um starfsemi
þessara félaga, og til hvers er ætlast af okkur, og ennfremur geta rætt
við yður hverjum skyldi boðið að gerast með stofnendur; en eg tel afar
áríðandi að þar sé frá upphafi höfð sem mest varúð, og þó þannig að
allt fái þar fulltrúa, sem vill vinna gegn einræðis- og kúgunartilhneig-
ingum á Íslandi.
Næsta bréf kristjáns til Gunnars er dagsett 10. mars 1957. Þar kemur
fram að kristján hafi fengið upplýsingar frá AB um að Frjáls menn-
ing verði stofnuð innan skamms og sömuleiðis lista yfir væntanlega
félaga. kristjáni finnst greinilega sem hann sjálfur hafi verið snið -
genginn og lætur óánægju sína í ljós: „Ég hefði kosið að geta haft
áhrif á þetta val, en þó aðeins eftir að hafa áður ráðgast við yður og
aðra menn heima, sem kunnugastir eru hnútunum.“54 Bréfið veitir
þó ekki aðeins innsýn í það hvernig stofnun Frjálsrar menningar bar
að heldur varpar það líka ljósi á breytingar sem voru yfirvofandi á
sambandi aðalskrifstofunnar í París við Norðurlönd. kristján skrifar:
„[Mér] skilst … danska félagið leggja áherslu á að verða einskonar
miðstjórn Norðurlanda-félaganna, og má vera að það sé heppilegt,
og auðveldi starf hinna.“ Rannsóknir Ingeborg Philipsen staðfesta
að uppi voru áform um miðstjórn Norðurlanda-félaganna, en þau
virðast hafa verið hluti af framtíðarsýn Jørgens Schleimanns ekki
síður en SFk. Danska félagið var myndað af fyrrverandi meðlimum
í dönsku andspyrnuhreyfingunni sem áttu það sameiginlegt að vera
andkommúnistar. Ákveðin leyndarhyggja einkenndi starfsemina
framan af og voru fundir SFk lokaðir og starfsemin mjög tak-
mörkuð.55 Félagið hafði líka lagt áherslu á að það lyti danskri stjórn
og væri fjármagnað heiman frá. Schleimann hafði aðrar hugmyndir.
Hann vildi opna félagsskapinn og breiða út starfsemi hans. Til þess
þurfti hann hins vegar aukið fjármagn. Í skýrslu, sem hann tók sam-
an fyrir aðalskrifstofu CCF í október 1956, lagði hann til að móður-
samtökin greiddu kostnað vegna heimsókna erlendra gesta til
Danmerkur. Í skýrslunni kynnir hann líka þá framtíðarsýn að starf
samtakanna í Skandinavíu, Íslandi, Finnlandi og Hollandi megi nota
sem dæmi um farsæl lýðræðisríki, þegar komi að því að breiða út
54 kristján Albertsson, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 10. mars
1957. Lbs. 100 NF. Askja 22.
55 Ingeborg Philipsen, „out of Tune: The Congress for Cultural Freedom in
Denmark 1953−1960“, bls. 242−243.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 71