Saga - 2016, Síða 75
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 73
milli Frjálsrar menningar og CCF. Óttaðist hann að Frjáls menning
yrði „hreint útibú frá kaupmannahöfn, á fyrri tíma vísu.“59 Í bréfi
til Gunnars bendir hann á að „aðalstjórn þessara heimssamtaka
[sitji] hér í París,“ og bætir við: „ég [tel] sjálfsagt við reynum að hafa
sem beinast samband við hana …“ Í framhaldinu býðst hann til að
taka sæti í stjórn Frjálsrar menningar. ekki verður séð að kristjáni
hafi verið falið hlutverk tengiliðar milli CCF og Frjálsrar menningar
enda komst félagið fljótlega í beint samband við aðalskrifstofuna.
Tæplega mánuði eftir framhaldsstofnfundinn barst Gunnari
Gunnarssyni bréf frá Nicolas Nabakov, aðalritara CCF, sem tjáði
honum að ef Frjáls menning vildi verða formlegur aðili að CCF yrði
félagið að samþykkja stefnuskrá CCF í 14 liðum.60 Gunnar svarar að
bragði og segir að því miður hafi stefnuskrá samtakanna ekki verið
tiltæk á fundinum en hann geti ábyrgst að íslensku meðlim irnir séu
sammála öllum liðunum fjórtán. Málið verði tekið fyrir á næsta
fundi og í framhaldinu muni CCF berast formleg stað festing.61 Svar
Gunnars virðist hafa verið tekið gott og gilt því í lok maí barst svar
frá John C. Hunt þar sem hann segir mikla ánægju ríkja á aðalskrif-
stofunni í París varðandi Íslandsdeild CCF.62 Hunt lofar líka að sjá
til þess að Gunnari berist reglulega ýmis gögn sem varði starfsemi
samtakanna. Fram að því sé Gunnari velkomið að hafa samband
símleiðis ef hann geti komið að gagni.
Starfsmenn aðalskrifstofu CCF nýttu dvöl Jørgens Schleimanns
í París til að treysta böndin við Norðurlönd. Þannig héldu þeir John
C. Hunt og Schleimann til Svíþjóðar, í mars 1957, til að endurskipu-
leggja starfsemina þar.63 Þegar Schleimann sneri aftur til Danmerkur
sumarið 1957 hafði honum verið falið það verkefni að laga starfsem-
ina á Norðurlöndum betur að stefnu aðalskrifstofu CCF. Í því fólst
m.a. að breyta starfi og ímynd dönsku samtakanna, sem þá voru
fyrst og fremst andkommúnísk og predikuðu yfir litlum hópi trú -
59 kristján Albertsson, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 10. mars
1957. Lbs. 100 NF. Askja 22.
60 Nicolas Nabokov, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 10. maí
1957. Lbs. 100 NF. Askja 7.
61 Gunnar Gunnarsson, „Sendibréf til Nicolas Nabokovs frá Reykjavík“, 15. maí
1957. Lbs. 100 NF. Askja 7.
62 John C. Hunt, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 28. maí 1957.
Lbs. 100 NF Askja. 7.
63 Ingeborg Philipsen, „out of Tune: The Congress for Cultural Freedom in
Denmark 1953−1960“, bls. 253.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 73