Saga - 2016, Page 76
haukur ingvarsson74
aðra.64 Það var hins vegar ekki vandamál Frjálsrar menningar því
hún fékk strax góðan hljómgrunn.
Gestakomur: Hver borgaði brúsann?
Jørgen Schleimann var ekki eingöngu í sambandi við Gunnar
Gunnarsson hér á landi. Í bréfi til Gunnars í byrjun júní minnist
hann á samskipti sín við ýmsa félaga Frjálsrar menningar, þar á
meðal Tómas Guðmundsson, eyjólf konráð Jónsson og eirík Hrein
Finnbogason. Hann segir enn fremur að Íslendingar megi búast við
að fá heimsóknir frá u.þ.b. fjórum erlendum menntamönnum sem
séu á dagskrá CCF fyrir næsta ár. Þessir gestir muni líka sækja hinar
norrænu höfuðborgirnar heim. Fyrsti fundurinn af þessu tagi var
haldinn í Gamla bíói haustið 1957 til að minnast ungversku bylting-
arinnar þegar ár var liðið frá henni. Gestur fundarins, sem var fjöl-
sóttur, var ungverski ritstjórinn og jafnaðarmaðurinn George Faludy.
Þar töluðu auk Faludys þeir Gunnar Gunnarsson og kristján Al berts -
son og voru erindi þeirra tveggja síðastnefndu prentuð í Morg un -
blaðinu tveimur dögum síðar. Fyrirsagnir blaðsins sýna glöggt hvernig
atburðirnir í Ungverjalandi voru settir í samband við þá hættu sem
Íslendingum var talin stafa af kommúnistum. yfir ræðu Gunnars
stendur: „Annaðhvort munu Ungverjar aftur verða húsbændur á
eigin heimili eða vér missum vort,“ en yfir erindi kristjáns er fyrir-
sögnin eftirfarandi: „Hvað verður um Ísland?“65
Á næstu mánuðum komu fleiri erlendir gestir til landsins á veg-
um Frjálsrar menningar, þeirra á meðal Rússinn David Burg og
danski jafnaðarmaðurinn Frode Jakobsen. Var yfirleitt fjallað um
samkomur félagsins með jákvæðum hætti í Tímanum, Alþýðublaðinu
og Morgunblaðinu, bæði á undan og eftir.66 Síðastnefnda blaðið birti
64 Sama heimild, bls. 247.
65 Gunnar Gunnarsson, „Annaðhvort munu Ungverjar aftur verða húsbændur á
eigin heimili eða vér missum vort: Ávarp Gunnars Gunnarssonar á Ungverja -
landsfundinum“, Morgunblaðið 5. nóvember 1957, bls. 11; kristján Albertsson,
„Hvað verður um Ísland?: Ræða kristjáns Albertssonar á Ungverjalands-sam-
komu Frjálsrar menningar s.l. sunnudag“, Morgunblaðið 5. nóvember 1957, bls.
11.
66 Sjá, t.d. „Rússneska yfirstéttin heldur fast í forréttindastöðu sína og völd:
Rússinn David Burg hélt fyrirlestur í gær á vegum „Frjálsrar menningar““,
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 74