Saga - 2016, Page 79
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 77
hann sé heimsþekktur rithöfundur og vinur samtakanna. Jafnframt
ræðir Schleimann við þetta tækifæri fjárhagsleg tengsl Frjálsrar
menningar og CCF:
Á hinn bóginn er staðan á Íslandi, jú, talsvert betri í dag en fyrir nokkr-
um árum síðan, og það má e.t.v. halda því fram, að það sé naumast jafn
mikil réttlæting fyrir tilvist Frjálsrar menningar og það var áður. en
þetta eru allt saman mál sem við getum rætt við Bjarna Benediktsson
og eykon í Berlín, og sama hvernig á það er litið þá hefur Íslands -
deildin jú aldrei kostað okkur peninga — ef frá eru talin þau skipti sem
við höfum átt samstarf um heimsóknir erlendra gesta.72
Áhugi Schleimanns á íslenskri pólitík kemur víða fram í bréfum
hans og með breyttum og betri aðstæðum á Íslandi á hann að öllum
líkindum við sigur Sjálfstæðisflokksins í kosningum í október 1959
og viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í framhaldinu.
Hvað fjármögnun Frjálsrar menningar varðar renna rannsóknir
Ingeborg Philipsen stoðum undir þá staðhæfingu Schleimanns að
Frjáls menning hafi þegið fjárstuðning frá CCF í tengslum við heim-
sóknir erlendra gesta hingað.73 Svo öllu sé til skila haldið kemur
fram í bréfum að CCF hafi líka staðið straum af kostnaði við ferðir
Íslendinga á þing samtakanna erlendis. Það prentefni sem CCF
sendi til Íslands flokkast ekki undir beinan fjárstuðning en íslensk
tímarit vitnuðu til þess og birtu það á sínum vettvangi. Áhuga -
verðari eru hins vegar þau áhrif sem CCF virðist hafa haft á rit-
stjórnarstefnu íslenskra tímarita, sem tóku að leggja meira en áður
upp úr menningarefni, umfjöllun um nútímalist og frumbirtingu
íslensks skáldskapar eftir að þau komust í kynni við samtökin og
tímarit á þeirra vegum.
72 Jørgen Schleimann, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 13. maí
1960. Lbs. 100 NF Askja 7. Í bréfinu segir orðrétt: „Paa den anden side er situa-
tionen i Island jo noget bedre i dag end for nogle aar siden, og man kan
maaske hævde, der knap er saa stor en eksistensberettigelse for Frjáls Menn -
ing, som der tidligere har været. Men det er altsammen ting vi kan diskutere
med Bjarni Benediktsson og eykon i Berlin, og under alle omstændigheder har
den islandske nationalkomité jo aldrig kostet os penge — bortset fra de gange
vi har samarbejdet om et internationalt gæstebesøg.“
73 Ingeborg Philipsen, „out of Tune: The Congress for Cultural Freedom in
Denmark 1953−1960“, bls. 245−246.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 77