Saga - 2016, Síða 81
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 79
vanhugsuðu og þýlyndu. Í Encounter er módernismi álitinn bera
vott um lífsþrótt, einstaklingshyggju og frelsi og þarafleiðandi yfir-
burði vestrænnar menningar.78 Þeir kristol og Spender eru ekki
taldir hafa vitað af tengslum bandarísku leyniþjónustunnar við CCF,
en um leið er ljóst að Michael Josselson fylgdist grannt með efni
tímaritsins, inntaki og jafnvel útliti. Hann lagði áherslu á að
tímaritið ætti að höfða til hlutlausra evrópskra menntamanna og að
andkommúnísk skrif, sem þar birtust, mættu ekki bera keim af ein-
strengingslegum málflutningi bandaríska öldungadeildarþing-
mannsins Josephs Mc Carthys eða annarra sem harðast gengu fram
í baráttunni gegn kommúnisma á þessum árum. Í þessu efni fram-
fylgdi Josselson stefnu yfirboðara sinna hjá CIA.79 kristol fagnaði
samstarfi við CCF og ekki síst þeim aðgangi sem samtökin veittu
honum að evrópsk um menntamönnum og skáldum; hins vegar
frábað hann sér af skipti af ritstjórninni sjálfri. kristol og Spender
fylgdu því ýmist athugasemdum Josselsons eða höfnuðu þeim eftir
því sem þeim sjálfum hugnaðist. Josselson taldi í sumum tilvikum
vanta pólitískt efni í ritið en í öðrum gerði hann athugasemdir við
að viðhorf höfunda væri of andkommúnískt.80 Greg Barnhisel legg -
ur áherslu á að CIA hafi ekki haft nein afskipti af ritstjórn Encounter,
hvorki bein né með milligöngu CCF; hins vegar kunni ástæðan að
vera sú að CIA og ritstjórarnir hafi haft sama markmið: að ná til og
hafa áhrif á evrópska menntamenn.81
Fyrstu merki um áhrif Encounter og CCF á tímaritaútgáfu hér á
landi birtast strax árið 1954, á síðum tímaritsins Stefnis. Í greininni
„Uglur í mosanum“, sem þar birtist, gerir Matthías Johannessen
atlögu að sósíalrealisma og fagurfræði Sovétríkjanna og fullyrðir að
mestu andstæður hennar séu: „atómskáldskapur og abstraktlist“.82
Matthías vísar í grein sinni í umfjöllun Encounter um deilur Jean-
Paul Sartres við franska kommúnistaflokkinn.83 Í næsta hefti Stefnis
78 Sama heimild, bls. 138.
79 Sama heimild, bls. 149−151.
80 Sama heimild, bls. 152−154. Um ritstjórn Encounter má líka lesa hér: Frances
Stonor Saunders, Who Paid the Piper?: The CIA and the Cultural Cold War, bls.
175−189.
81 Greg Barnhisel, Cold War Modernists: Art, Literature, & American Cultural
Diplomacy, bls. 157.
82 Matthías Johannessen, „„Uglur í mosanum““, bls. 24.
83 Sama heimild, bls. 26.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 79