Saga - 2016, Side 82
haukur ingvarsson80
var undirtitli tímaritsins breytt úr „Tímarit Sjálfstæðismanna“ í
„Tímarit um stjórnmál, bókmenntir o.fl.“ Samfara þessu hafði
áhersla á menningarefni og skáldskap, bæði í bundnu og óbundnu
máli, snaraukist frá því sem áður var. Meðal efnis eru ljóð eftir
Þorstein Ó. Thorarensen og Matthías Johannessen. Þegar næsta hefti
Stefnis leit dagsins ljós höfðu þeir Þorsteinn og Matthías tekið við rit-
stjórn tímaritsins, ásamt Gunnari G. Schram, og þá er undirtitillinn
orðinn „Tímarit um þjóðmál og menningarmálmál“.84 Þýddar
greinar úr Encounter birtust í Stefni á næstu árum og þótt engar
heimildir séu fyrir formlegu samstarfi milli Stefnis og CCF má leiða
líkur að því að þessar breyttu áherslur megi rekja til kynna ritstjór-
anna af samtökunum og tímaritum þess.85
Þann tíma sem Jørgen Schleimann starfaði á aðalskrifstofu CCF
í París tileinkaði hann sér viðhorf Josselsons og CCF; hann varð frá-
hverfur grímulausum andkommúnískum áróðri og vildi þess í stað
leggja aukna áherslu á menningarstarf.86 Haustið 1956 kom ósk frá
alþjóðaskrifstofu CCF í París, sem John C. Hunt var í forsvari fyrir,
um að Íslendingar sendu tvo fulltrúa á þing í Stokkhólmi sem sam-
tökin hugðust standa fyrir í janúar 1957. Var þingið einkum ætlað
ungum höfundum.87 Schleimann vildi nota tækifærið til að treysta
böndin við ritstjóra íslenskra tímarita og voru bæði Gunnar Gunn -
ars son og kristján Albertsson áfram um að senda kristján karlsson,
einn af ritstjórum Nýs Helgafells, utan sem fulltrúa Íslendinga.
Schleimann var jákvæður gagnvart hugmyndinni en eitthvað virðist
það hafa vafist fyrir öðrum á aðalskrifstofunni í París að kristján
karlsson hafði enn ekki gefið út bók. Um þetta má lesa í bréfi
kristjáns Albertssonar til útgefanda Nýs Helgafells, Ragnars Jóns -
sonar:
84 Breytingarnar verða milli 1. heftis 1954 og 1. heftis 1955 en í mars það ár tóku
nýju ritstjórarnir við.
85 Því má við þetta bæta að Þorsteinn Ó. Thorarensen skrifaði grein um CCF í
Stefni árið 1957 þar sem segir, í framhaldi af umfjöllun um tímaritin sem gefin
voru út á þeirra vegum: „Mér hefur gefizt á undanförnum árum dálítið tæki-
færi til að kynnast starfsemi Congress for Cultural Freedom á fleiri sviðum
(bls. 40−41)“. Sjá, „Frjáls menning“, Stefnir: Tímarit um þjóðmál og menningarmál
8:2 (1957), bls. 32−41.
86 Ingeborg Philipsen, „out of Tune: The Congress for Cultural Freedom in
Denmark 1953−1960“, bls. 257.
87 Jørgen Schleimann, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá París“, 17.
febrúar 1957. Lbs. 100 NF. Askja 33.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 80