Saga - 2016, Síða 84
haukur ingvarsson82
þessum ófögnuði, því meiri sóma mun Helgafell af því hafa.“91 Í
fyrstu virtist Nýtt Helgafell ætla að standa undir þessum væntingum.
Þannig er grein í 2. hefti 1956 eftir Arthur koestler sem nefnist „Um
pólitíska sálsýki“ en hún hafði áður birst í Encounter.92 Ritstjórar Nýs
Helgafells brugðust líka við uppreisninni í Ungverjalandi með harð -
orðri ritstjórnargrein í 4. hefti 1956, þar sem segir m.a.: „Ungverja -
landsmálin hafa gjörbreytt viðhorfi manna um allan heim til þeirra
kommúnista, sem ekki hafa tekið hreinlega afstöðu gegn ofbeldis-
verkum Rússa.“ Í ritstjórnargreininni miðri er ljóð Steins Steinarr,
sem sjálfur hafði gengið af trúnni á Sovétríkin eftir kynnisför
þangað sumarið 1956.93 Ljóðið nefnist „Formáli á jörðu“ og þar má
finna þessar línur: „Gegnum myrkur blekkingarinnar, / meðal
hrævarloga lyginnar, / í blóðregni morðsins / gengur sorg mín /
gengur von mín / gengur trú mín / óséð af öllum“.94 Frá og með
ársbyrjun 1957 er andkommúnísk stjórnmálaumræða vandfundin í
Nýju Helgafelli en tímaritið lauk göngu sinni 1959. Þessi sinnaskipti
ritstjóranna valda kristjáni Albertssyni greinilega nokkrum heila-
brotum og augljóslega miklum vonbrigðum:
Svo þið ætlið að vera ópólitískir, skilst mér. eg skrifaði kristjáni karls -
syni um þetta, víst hálfgerðan reiðilestur. Annars er það ekki mitt að
ákveða hvernig Helgafell á að vera. … en „við höfum tekið Ung -
verjaland af dagskrá“ skrifar þú ennfremur. eg skil ekki þessa
afstöðu. Hér í Frakklandi er langt frá því, að það hafi verið tekið af
dagskrá — og verður þess sjálfsagt langt að bíða að tímarit frjáls -
lyndra manna taki þá afstöðu — að reyna að láta sem fyrst gleymast
þá viðburði sem mestir hafa orðið og hryllilegastir í álfu vorri um
langt skeið. Mér finnst Helgafell ekki hafa neinn heiður af þessari
afstöðu.95
Af bréfum Jørgens Schleimanns má ráða að hann álítur ritstjóra Nýs
Helgafells bandamenn CCF enda þótt lítið af efni sem rekja má til
91 kristján Albertsson, „Sendibréf til Ragnars Jónssonar“ (án dagsetningar). Lbs.
9 NF. Askja 6
92 Arthur koestler, „A Guide to Political Neurosa“, Encounter 1:2 (1953), bls.
25−32.
93 Helgi Sæmundsson, „Samtal við Stein Steinarr skáld: Sovét-Rússland er von-
andi ekki það, sem koma skal“, Alþýðublaðið 19. september 1956, bls. 5.
94 Steinn Steinarr, „„Formáli á jörðu““, Nýtt Helgafell 1:4 (1958), bls. 149.
95 kristján Albertsson, „Sendibréf til Ragnars Jónssonar frá París“, 11. janúar
1957. Lbs. 9 NF. Askja k−M.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 82