Saga - 2016, Page 85
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 83
samtakanna birtist á síðum þess.96 Í þessu sambandi kann að skipta
máli að Ragnar Jónsson var jafnframt útgefandi Halldórs Laxness og
Þórbergs Þórðarsonar og birtu þeir efni í tímaritinu. Líklegt má telja
að þeir hefðu brugðist illa við því að andkommúnískar greinar birt-
ust í stórum stíl í málgagni forlags þeirra. Önnur skýring kann að
vera sú stefnubreyting sem þeir Josselson og Schleimann boðuðu á
vettvangi CCF frá því um 1956. Teljast verður líklegt að hún hafi
verið til umræðu á þinginu sem kristján karlsson sótti í Stokkhólmi.
Því má ekki heldur gleyma að félagsmenn Frjálsrar menningar
höfðu aðgang að fleiri tímaritum og í þeirra hópi fór einnig fram
athyglisverð umræða um það hver væri skynsamlegasta leiðin til að
koma efni frá CCF á framfæri.
Félagsbréf Almenna bókafélagsins hóf göngu sína haustið 1955.
Málflutningur þess einkenndist í upphafi af þjóðernislegri orðræðu
sem er þó greinilega til þess fallin að skerpa á andstæðum AB og
einhvers annars ótiltekins hóps, sem þó má gera ráð fyrir að séu
íslenskir sósíalistar. Í „Ávarpsorðum“ sínum í fyrsta hefti Félags -
bréfsins lýsir Bjarni Benediktsson forystumönnnum AB sem einskon-
ar arftökum Ara fróða Þorgilssonar og Jóns Sigurðssonar; sá fyrr-
nefndi er gerður að fulltrúa sannleiksleitar, sá síðarnefndi að bar-
áttumanni fyrir frelsi. Það er í anda þessara manna sem Bjarni og
samverkamenn hans ætla að starfa: „Almenna bókafélagið er félags-
skapur þeirra manna, sem efla vilja þessar fornu stoðir þjóðmenn-
ingar Íslendinga, þeirra sem trúa því, að enn muni þjóðinni hollast
að hafa, það sem sannara reynist.“97 og hann bætir við:
Nú eru uppi hér á landi aðfluttar kenningar þess efnis, að á fyrstu árum
vísindalegra rannsókna hafi fundizt algild lögmál í þjóðfélagsfræðum.
Þeir, sem þessum kenningum fylgja, þykjast einir vita allt og telja sjálf-
sagt, að aðrir séu sviptir skoðana- og rannsóknarfrelsi. Slík einokun og
stöðvun sannleiksleitarinnar er andstæð meginstoðum íslenzkrar
menningar frá öndverðu.
Í fyrstu heftum Félagsbréfsins virðist hafa verið lögð jöfn áhersla á
menningu og þjóðfélagsmál en þau voru lítil að vöxtum (1. hefti 32
96 eftirtaldar greinar má rekja til CCF: Ignazio Silone, „Að velja sér félaga“, Nýtt
Helgafell 3:3.−4. (1958), bls. 142−153 og Richard H. Rovere, „Fall McCarthys“,
Nýtt Helgafell 4:1 (1959), bls. 57−61.
97 Bjarni Benediktsson, „Ávarpsorð“, Félagsbréf Almenna bókafélagsins 1:1 (1955),
bls. 2.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 83