Saga - 2016, Side 86
haukur ingvarsson84
síður, 2. hefti 36 síður, 3. hefti 48 síður). Fjórða hefti Félagsbréfsins
1957, sem kemur út um miðjan júní, er meira að umfangi en þau
fyrri (64 síður). Litast það talsvert af Frjálsri menningu; þar er t.d.
bæði að finna nokkuð ítarlega kynningu á samtökunum, eftir eirík
Hrein Finnbogason, sem nefnist „Félagið Frjáls menning (ritstjórn-
argrein)“, og í beinu framhaldi fylgir „Stefnuyfirlýsing Frjálsrar
menningar“. Leiða má að því líkur að eiríkur Hreinn hafi verið
kallaður til vegna þekkingar sinnar á CCF eftir að hann sótti þingið
í Stokkhólmi í ársbyrjun. eiríkur Hreinn er hvergi nefndur ritstjóri
heftisins með ótvíræðum hætti, en í umfjöllun Morgunblaðsins er
sagt að það komi út í hans „umsjá … og í allbreyttum búningi að því
er efni snertir.“98 Um þetta segir enn fremur:
Skemmtileg nýbreytni er framlag ungra höfunda. Án þeirra verður
bókmenntafélag eins og Almenna bókafélagið vanmáttugt og leiðin-
legt með tímanum, og alls ekki því hlutverki sínu vaxið, að efla
íslenzkar nútímabókmenntir. — Þetta verða forráðamenn þess að
hafa í huga, ef þeir vilja ekki sigla í strand. Því voru nöfn eins og
Hannes Pétursson, Jón Dan og Indriði Þorsteinsson kærkomin í
Félagsbréfið.
Í heftinu er líka að finna þýðingu á ræðu sem franski rithöfundurinn
Albert Camus hafði flutt um valdaránið í Ungverjalandi og sömu-
leiðis þýdd grein eftir Colin Clark, „Hagfræði framtíðarinnar“. er
greinin málsvörn fyrir frjálshyggju en gagnrýni á grundvallarkenn-
ingar marxisma. Henni fylgir sú athugasemd að Clark hafi „samið
nokkrar bækur um hagfræði og tölfræði, starfar við encounter og er
meðlimur Frjálsrar menningar í englandi.“99
Nokkrum dögum eftir útkomu fjórða heftis Félagsbréfsins viðrar
Tómas Guðmundsson þá hugmynd, í bréfi til Gunnars Gunnars -
sonar, hvort ekki komi til álita að breyta nafni Félagsbréfs Almenna
bókafélagsins, gera það að tímariti og auka það að umfangi. Tóm -
as taldi að þetta hefði ýmsa kosti í för með sér og útskýrði svo:
„… Frjáls menning hefur sent til þýðingar ýmsar ritgerðir, sem
vissulega eiga erindi til almennings, og meðan hún hefur ekki tök
á að koma sér upp sérstöku málgagni, finnst mér það ætti að vera
mikill ávinningur, einnig fyrir A.B. að fela þær tímariti til birting-
98 „Hagur Almenna bókafélagsins góður“, Morgunblaðið 13. júní 1957, bls. 20.
99 Colin Clark, „Hagfræði framtíðarinnar“, Félagsbréf Almenna bókafélagsins 2:4
(1957), bls. 70.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 84