Saga - 2016, Page 87
„svo þið ætlið að vera ópólitískir …“ 85
ar.“100 Í bréfinu stingur Tómas líka upp á því að eiríkur Hreinn
verði gerður að ritstjóra. Ragnar Jónsson í Smára tjáði sig um þessi
mál og í bréfi til Gunnars Gunnarssonar lætur hann til að mynda í
ljósi þá eindregnu afstöðu sína að: „Félagið Frjáls menning [eigi] að
vera alveg sjálfstæður, óháður félagsskapur.“101 Bréf Ragnars er þó
ekki aðeins farvegur fyrir skoðanir hans sjálfs heldur fá þar líka að
hljóma sjónarmið annarra manna:
kristján karlsson sagði t.d. við mig í gær að hann vissi af mörgum
mönnum sem mundi falla það illa ef málgagn bókafélagsins, Félags -
bréfið, yrði gert að málgagn[i] Frjálsrar menningar. Meira að segja sagði
hann að hann teldi mjög varhugavert að það freistaði að koma sér upp
málgagni í stað þess að tryggja sér opinn vettvang hjá öllum blöðum
öðrum en kommúnistum. Ég held þetta sé alveg rétt athugað. Það er
enginn möguleiki að halda úti einu tímariti enn. Það mundi lognast
útaf við lítinn orðstír.
Niðurstaðan varð sú að eiríkur Hreinn var gerður að ritstjóra Félags -
bréfsins, við hlið eyjólfs konráðs Jónssonar sem skráð ur er ábyrgðar -
maður fyrstu fjögurra heftanna. Var nafnið látið halda sér en um -
fangið hélt áfram að aukast (5. hefti 128 síður). Heftin voru minni
eftir þetta, en hins vegar var þeim fjölgað úr tveimur í ýmist fjögur
eða fimm á ári frá 1958 til 1964. Í fimmta heftinu, sem kom út í des-
ember 1957, er höfuðáhersla lögð á frumsaminn skáldskap og
menningarlegt efni um íslensk málefni. Í umfjöllun Morgunblaðsins
er þess sérstaklega getið að Félagsbréfið sé sent ókeypis til allra félaga
AB.102
Í nóvember 1957 boðaði John C. Hunt fulltrúa norrænu deild -
anna til fundar í kaupmannahöfn og var tilgangurinn að samræma
stefnu deildanna starfi CCF í öðrum löndum. Hér var enn sem fyrr
verið að hnykkja á því að deildir landanna legðu meiri áherslu á
menningu í starfi sínu og sömuleiðis að þær að forðuðust pólitískan
áróður sem höfðaði einungis til þeirra sem þegar deildu sömu
skoðun.103 Fundinn sóttu fyrir hönd Frjálsrar menningar formaður-
100 Tómas Guðmundsson, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá Reykjavík“,
20. júní 1957. Lbs. 100 NF. Askja 39.
101 Ragnar Jónsson, „Sendibréf til Gunnars Gunnarssonar frá Reykjavík“, 1. júlí
1957. Lbs. 100 NF. Askja 33.
102 „Almenna bókafélagið hefur gefið út 120 þús. eintök bóka á 2 árum“,
Morgunblaðið 4. desember 1957, bls. 1.
103 Ingeborg Philipsen, „out of Tune: The Congress for Cultural Freedom in
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 85