Saga - 2016, Page 92
Saga LV:2 (2016), bls. 90–107.
sveinbjörn rafnsson
Um grið og griðastaði á Sturlungaöld
Asyl eða asylum er orð sem nú á tímum er í nágrannatungunum (t.d. ensku
og þýsku) haft um hæli, griðastað eða grið. Það er grískt að uppruna og hef-
ur oft sést í fréttum að undanförnu í tengslum við flóttamenn í evrópu sem
leitað hafa hælis eða griðastaða, oft undan hernaðarátökum. orðið grið er
hins vegar fornt á Norðurlöndum. Þegar kristni kom til Íslands runnu
saman í lögum suðrænar venjur um asyl og norrænar um grið. Þetta má
rekja að nokkru í fornum heimildum þar sem hið sérkennilega íslenska laga-
fyrirbæri fjörbaugsgarður virðist komið úr Móselögum snemma með kristni.
Undir lok 12. aldar fyrirskipar Niðaróserkibiskup kirkjugrið og kvenna-
grið í Noregi og á Íslandi en þau eiga erfitt uppdráttar framan af 13. öld
samkvæmt frásagnarheimildum. Þegar líður á 13. öld virðast þó hugmyndir
kirkju og kristni um grið ná fram að ganga; það verður glöggt með tilkomu
lögbókanna Járnsíðu og Jónsbókar og með nýjum kristinrétti. Þær koma
þessum málum í fastmótaðan farveg á Íslandi líkt og tíðkast í nágrannalönd-
unum á miðöldum.
Sagt er að í Grikklandi hinu forna hafi orðið asylum upprunalega
falið í sér vernd eða friðhelgi tryggða af ríki, en aðeins við tiltekna
helgidóma, þ.e. hof eða musteri. Hið gríska asylum fól í sér ókrenkj-
anleika eða helgi bæði á trúarlegum og pólitískt-efnahagslegum for-
sendum. Tryggja þurfti hofum eða musterum friðhelgi eða vernd
fyrir ránum eða eignaupptöku, hvort sem var á helgum hlutum eða
persónum. en með viðskipta- og verslunarsamningum milli ein-
stakra grískra ríkja var einnig oft kveðið á um asylia, þ.e. helgi eða
grið persóna eða eigna, til að tryggja að viðskipti gætu farið fram án
þess að til eignaupptöku eða rána kæmi. Þá var oft heppilegt að til-
greina tiltekna staði, gjarna hof eða musteri guða, þar sem slík grið
giltu. Þannig voru snemma glöggar trúarlegar og hagrænar hliðar á
asylia eða griðum. Á hellenískum tíma var stundum lýst griðum í
nafni einhvers guðs í heilum borgríkjum og áttu þau að tryggja
borginni og íbúum hennar vernd fyrir utanaðkomandi ránskap eða
hernaði. Rómverjar, sem lögðu hin grísku ríki undir sig, viður-
kenndu þessar lagavenjur þeirra að nokkru en gáfu þó ekki eftir
refsi ákvæði laga sinna og rómverska ríkisins. Þessi griðaréttur mátti
ekki verða skálkaskjól lögbrjóta og glæpamanna. Griðarétturinn
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 90