Saga - 2016, Síða 93
breiddist þó út. Það voru einkum þeir sem voru aðþrengdir eða
ofsóttir og þrælar sem leituðu griða. Griðastaðirnir voru einkum hof
helguð keisurunum en einnig var flúið í skjól undir myndum eða
styttum af keisurunum sem stóðu á opinberum stöðum: ad statuas
confugere (að flýja til myndastyttanna) eins og það var orðað á latínu.
Þegar kristni tók að breiðast út í Rómarveldi, og það gerði hún í
byrjun ekki síst í grískum borgum veldisins, tók kirkjan upp á sína
arma fornan griðarétt til hjálpar aðþrengdum og ofsóttum. Fram
kemur í kirkjurétti latneska orðalagið, ad ecclesias confugere, að flýja
til kirknanna eða í kirkjurnar. Þetta gerist undir vökulu auga hins
rómverska keisaralega ríkisvalds, sem auðvitað reyndi eins og áður
að takmarka griðaréttinn. Skuldunautum ríkisins og glæpamönnum
skyldu engin grið gefin. Við þessar aðstæður meðal annars, þar sem
á tókust trúarlegir hagsmunir kirkjunnar og hagsmunir veraldlegs
ríkisvalds, þróaðist klassískur kanónískur kirkjuréttur, sem síðar
setti svip sinn á evrópskar miðaldir þar sem einnig tókust á kirkju-
legt og veraldlegt vald. Hinn trúarlegi grundvöllur kirkjunnar kom
fram í skyldum biskupa til meðalgöngu eða íhlutunar (lat. inter -
cessio) fyrir þá sem voru hjálparþurfi, í nafni kristilegs kærleika og
miskunnar, en einnig kom hann fram í skriftagöngukerfi kirkjunnar.
Með meðalgöngu ætlaði kirkjan m.a. að koma í veg fyrir dauðarefs-
ingu þar sem leiðin til betrunar varð einungis farin í lifanda lífi, eins
og heilagur Ágústínus hafði lagt áherslu á. Sá sem iðraðist og skrift -
aði fyrir gjörðir sínar í lifanda lífi átti þó von eilífs lífs.1
orðið grið mun vera norrænt að uppruna. Í eintölu þýðir það í
fornu íslensku lagamáli nánast aðsetur, vist eða heimili undir bónda.
Menn eru í griði hjá bónda, samanber orðin griðmaður og griðkona,
og orðið griðfang sama og heimilisfang og griðfangadagar sama og
fardagar. Þessi merking er nánast horfin í nútímamáli. Í fleirtölu
þýðir grið hins vegar nánast friður sem settur er, oft tímabundið,
milli aðilja þar sem búast má við viðsjám, eða vopnahlé. Griðin eru
þá bundin stað og stund. Þessi merking er bæði gömul og ný í
íslensku. Norræna orðið grið í þessari merkingu kemur einna fyrst
fram í riti á engilsaxnesku, í kjölfar samskipta engilsaxa og danskra
víkinga á englandi á 10. öld, og er meðal norrænna tökuorða í engil -
saxnesku. Það hefur oft nær sömu merkingu og friður, enda er
um grið og griðastaði á sturlungaöld 91
1 Ágætt sögulegt yfirlit um forngrísk, rómversk og fornkirkjuleg grið er í Daniela
Fruscione, Das Asyl bei den germanischen Stämmen im frühen Mittel alter (köln:
Böhlau 2003), bls. 4−20.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 91