Saga - 2016, Síða 94
óspart talað um frið og grið í ýmsum formálum, rímsins vegna, og
sjá má í fornum textum að stundum hefur verið litið á orðin sem
samheiti.2 Þannig er t.d. talað jöfnum höndum um kirkjugrið og
kvennagrið og kirkjufrið og kvennafrið, sem komið verður að hér á
eftir. Griðasetning er áreiðanlega mjög gamall siður á Íslandi á 12.
og 13. öld.
Það er ekki fyrr en 1190 sem hinar kirkjulegu og klassísku
kanónísku hugmyndir um kirkjugrið og kvennagrið koma til Ís -
lands í formi tilskipana sem gerðar voru af biskupum Niðarós -
erkidæmis undir forsæti erkibiskups. Fyrir þann tíma voru hér ekki
í lögum ákvæði um kirkjugrið og ekki heldur um kvennagrið á
grundvelli kristilegra og guðfræðilegra hugmynda. ekki hefur
komið til greina að setja kirkjugrið í lög hér á landi á 11. öld, til þess
voru kirkjur þá líklega of smáar og fáar. Sjá má í kristinrétti forna,
sem er frá 1122−1133, ákvæði um kirkjugarðs- og beinaflutninga
sem endurspegla að einhverju leyti fækkun lítilla kirkna og kirkju-
garða og um leið hneigð til stærri kirkna, kirkjusókna og kirkju -
garða. Vitnisburð um smæð íslenskra kirkna á 11. öld má einnig
merkja í forneskjulegum innskotum um bændakirkjur í sumum
kristinréttarhandritum. Texti innskotanna er líklega úr tíð Ísleifs eða
Gissurar, biskupa yfir Íslandi á 11. öld.3 ekkert er um kirkjugrið í
kristinrétti forna og konur eiga kynfrelsi sitt undir körlum í Grágás.
Síðar mun komið að þessum breytingum í löggjöf á Íslandi um
1190 en áður en það verður er rétt að víkja nokkuð að spurningunni
um það hvernig griðum var háttað á Íslandi fyrir þann tíma að því
er best verður séð. Því miður er heimildastaðan erfið í þessu efni og
augljóst að fátt er um tryggar heimildir um ástand þessara mála
fyrir 1190. Helst er að leita fanga í Grágásartextum, sem greinilega
eru misgamlir, þótt handritin séu frá 13. öld, og frásögnum Íslend -
ingabókar Ara fróða, sem munu vera frá fyrstu áratugum 12. aldar.
Gamlar íslenskar lagagreinar um grið
Í öðru aðalhandriti Grágásar, Staðarhólsbók, er stuttum kafla skotið
inn í Vígslóða, sem hvergi er annars staðar í Grágásarhandritum.
sveinbjörn rafnsson92
2 Daniela Fruscione, Das Asyl, bls. 176−179, auk orðabóka um fornt og nýtt
íslenskt mál.
3 Sveinbjörn Rafnsson, Af fornum lögum og sögum. Fjórar ritgerðir um forn íslenska
sögu (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2011), bls. 25−33.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 92