Saga


Saga - 2016, Blaðsíða 95

Saga - 2016, Blaðsíða 95
kaflinn er á fornlegu máli með fornlegum efniseinkennum. Hefur Ólafur Lárusson talið að kafli þessi sé eldri en Hafliðaskrá, sem sam- kvæmt Ara fróða var rituð veturinn 1117−18. kaflinn hafi ekki verið tekinn upp í skrána en þó verið til ritaður, og hafi hann komist inn í Staðarhólsbók úr einhverju af mörgum forritum hennar.4 Þetta er að mörgu leyti sennilegt og má skoða nokkur atriði kaflans nánar. Upphaf hans er svona: Hvarvetna þess er vegnar sakir standa óbættar á milli manna, enda vilji menn sættast á þau mál þeir er hlut eigu í hvorirtveggju sem fyrst má, sækjendur og verjendur og hollendur, hvatki er (þ.e. hvað sem) sátt þeirra dvelur, hverigra (þ.e. hvaða) hluta er þeir beiða. Þá eigu menn grið að selja hvorir öðrum ef menn vilja þess beitt hafa. Það eru forn lög á Íslandi. ef vegandi beiðir sér griða nás nið eða nefa, eða hans frændur honum, eða sér fyrir þriðju sól eftir vígið, með votta og til heilla sátta við frændur veganda eða vini, fulltíða menn og frjálsborna, þá skulu þeir eigi griða varna ef að lögum er beitt. Rétt er mönnum að beiða griða hvargi er (þ.e. hvar sem) menn eru staddir þar er áunnin verk verða með mönnum þótt engir sé vegnir.5 Textanum er hér snúið til nútímastafsetningar en taka má eftir forn- legum orðmyndum, þetta er 12. aldar mál, jafnvel eldra. Skylt var þeim sem beiddur var griða að veita griðin að viðlagðri fjörbaugs- sekt. Þó var honum það ekki skylt ef sök þess sem griða beiddi var mikil. Grið og griðasetning hafa verið frá fornu fari til þess komast hjá hefndum og víðtækum blóðsúthellingum og til þess að gefa ráðrúm til sátta og samninga í deilum. Í báðum aðalhandritum Grágásar, konungsbók og Staðarhóls - bók, eru formálar sem hafa skyldi við setningu griða, Griðamál. einnig eru þar formálar sem hafa skyldi til að tryggja sættir, Tryggða - mál. Athyglisvert er að í Staðarhólsbók eru fjórar gerðir af Griða - málum og tvær gerðir af Tryggðamálum.6 Í konungsbók er aðeins ein gerð af hvoru.7 einlægast er að líta svo á að þessi fjöldi gerða í um grið og griðastaði á sturlungaöld 93 4 Ólafur Lárusson, „Grágás“, Lög og saga (Reykjavík: Hlaðbúð 1958), bls. 133− 134. 5 Grágás efter det Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 334 fol., Staðarhólsbók … udg. V. Finsen (kaupmannahöfn: Gyldendal 1879) [hér eftir Grágás II], bls. 305. 6 Grágás II, bls. 402−405 (Griðamál), bls. 405 −407 (Tryggðamál). 7 Grágás Islændernes Lovbog i Fristatens tid. Útg. Vilhjálmur Finsen (kaup manna - höfn: Nordiske Literatur-Samfund 1852) [hér eftir Grágás Ia], bls. 204−207. Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.