Saga - 2016, Blaðsíða 95
kaflinn er á fornlegu máli með fornlegum efniseinkennum. Hefur
Ólafur Lárusson talið að kafli þessi sé eldri en Hafliðaskrá, sem sam-
kvæmt Ara fróða var rituð veturinn 1117−18. kaflinn hafi ekki verið
tekinn upp í skrána en þó verið til ritaður, og hafi hann komist inn
í Staðarhólsbók úr einhverju af mörgum forritum hennar.4 Þetta er
að mörgu leyti sennilegt og má skoða nokkur atriði kaflans nánar.
Upphaf hans er svona:
Hvarvetna þess er vegnar sakir standa óbættar á milli manna, enda vilji
menn sættast á þau mál þeir er hlut eigu í hvorirtveggju sem fyrst má,
sækjendur og verjendur og hollendur, hvatki er (þ.e. hvað sem) sátt
þeirra dvelur, hverigra (þ.e. hvaða) hluta er þeir beiða. Þá eigu menn
grið að selja hvorir öðrum ef menn vilja þess beitt hafa. Það eru forn lög
á Íslandi. ef vegandi beiðir sér griða nás nið eða nefa, eða hans frændur
honum, eða sér fyrir þriðju sól eftir vígið, með votta og til heilla sátta
við frændur veganda eða vini, fulltíða menn og frjálsborna, þá skulu
þeir eigi griða varna ef að lögum er beitt. Rétt er mönnum að beiða
griða hvargi er (þ.e. hvar sem) menn eru staddir þar er áunnin verk
verða með mönnum þótt engir sé vegnir.5
Textanum er hér snúið til nútímastafsetningar en taka má eftir forn-
legum orðmyndum, þetta er 12. aldar mál, jafnvel eldra. Skylt var
þeim sem beiddur var griða að veita griðin að viðlagðri fjörbaugs-
sekt. Þó var honum það ekki skylt ef sök þess sem griða beiddi var
mikil. Grið og griðasetning hafa verið frá fornu fari til þess komast
hjá hefndum og víðtækum blóðsúthellingum og til þess að gefa
ráðrúm til sátta og samninga í deilum.
Í báðum aðalhandritum Grágásar, konungsbók og Staðarhóls -
bók, eru formálar sem hafa skyldi við setningu griða, Griðamál.
einnig eru þar formálar sem hafa skyldi til að tryggja sættir, Tryggða -
mál. Athyglisvert er að í Staðarhólsbók eru fjórar gerðir af Griða -
málum og tvær gerðir af Tryggðamálum.6 Í konungsbók er aðeins
ein gerð af hvoru.7 einlægast er að líta svo á að þessi fjöldi gerða í
um grið og griðastaði á sturlungaöld 93
4 Ólafur Lárusson, „Grágás“, Lög og saga (Reykjavík: Hlaðbúð 1958), bls. 133−
134.
5 Grágás efter det Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 334 fol., Staðarhólsbók … udg. V.
Finsen (kaupmannahöfn: Gyldendal 1879) [hér eftir Grágás II], bls. 305.
6 Grágás II, bls. 402−405 (Griðamál), bls. 405 −407 (Tryggðamál).
7 Grágás Islændernes Lovbog i Fristatens tid. Útg. Vilhjálmur Finsen (kaup manna -
höfn: Nordiske Literatur-Samfund 1852) [hér eftir Grágás Ia], bls. 204−207.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 93