Saga - 2016, Page 96
Staðarhólsbók endurspegli fjölda forrita bókarinnar, þau séu a.m.k.
fjögur sem í hafi verið Griðamál. Það sýnir einnig að griða setning
hefur verið vel þekkt úrræði í deilumálum á 12. og 13. öld. Í frásögn-
um Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar er þetta rækilega staðfest.
Aftur og aftur segir þar frá því að grið hafi verið sett í deilum manna
framan af 13. öld. Þar segir einnig frá því þegar griða er beiðst og
hve tortryggni er stundum mikil milli aðilja í slíkum málum. ein
yngsta frásögnin í Sturlungu af griðasetningu er um Gissur jarl og
dráp Þórðar Andreassonar 1264. Þar er Gissuri nánast lýst sem
griðrofa.8
Í Jónsbók, sem lögtekin var 1281, er ekki gert ráð fyrir lögform-
legri griðabeiðslu, þar eru grið sjálfsett á tilteknum stöðum og tím-
um. Þörfin fyrir griðaformála eða griðamál virðist því minni en áður
og fylgja þeir sjaldan Jónsbókarhandritum.
Fjörbaugsgarður og heimildir hans
Annað sem hverfur úr lögum með formlegri griðabeiðslu er fjör-
baugssektin eða fjörbaugsgarður, sem er merkilegt og sérstætt laga-
fyrirbæri Grágásarlaga.
Fjörbaugsgarður var útlegðarsekt af landinu sem fólst í því að
hinn dæmdi, fjörbaugsmaður, skyldi hafa farið af landinu áður en
þrjú sumur voru liðin og skyldi vera þrjú ár erlendis. Fjörbaugs -
maður skyldi biðja sér fars að a.m.k. í þremur skipum hið fyrsta og
annað sumar, en væri honum synjað hið þriðja sumar varðaði það
þeim fjörbaugsgarð er honum synjaði fars, „enda hjálpar honum
ekki að vetri ef hann er hér staddur“.9 Á tímanum eftir að hann var
dæmdur að féránsdómi fjörbaugsmaður og hann mátti leita fars úr
landi, þ.e. á þessum þremur sumrum, átti fjörbaugs maðurinn sér
grið á þremur heimilum og för í örskotshelgi milli þeirra samkvæmt
neðangreindu. Í fjörbaugsgarðslögum eru því fólgin griðaákvæði
fjörbaugsmanni til handa.
Um fjörbaugsgarð er einkum fjallað í konungsbók Grágásar, en
sjá má að fyrirbærið er gamalt, bæði af tíundarlögum og frásögnum
sveinbjörn rafnsson94
8 Sturlunga saga I. Útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og kristján eldjárn
(Reykjavík: Sturlunguútgáfan 1946), bls. 532−534.
9 Grágás Ia, bls. 90.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 94