Saga - 2016, Page 97
Ara fróða. Þess er einnig getið í Íslendingasögum og Sturlungu.
Fjör baugur var mörk lögaura sem greidd var goða úr búi hins seka
við féránsdóminn, „en eyrir þess fjár heitir alaðsfestur“.10 Fjörbaugs -
sektin og uppruni hennar hefur orðið fræðimönnum eins og
Andreasi Heusler og Lúð vík Ingvarssyni umræðu- og umhugsun-
arefni. Hliðstæður hennar fundu þeir ekki í lögum nágrannaþjóða
eða -landa. Lúðvík Ingvars son segir svo: „Meðan annað reynist ekki
sannara, verð ég að hafa það fyrir satt, að fjörbaugsrefsingin sé
nýsköpun íslenzkrar löggjafar.“11
Hans H. Hoff bendir hins vegar á, í nýlegri doktorsritgerð, að
uppruna fjörbaugsgarðs sé að nokkru að leita í mósaískum rétti
Gamla testamentisins,12 en áður hafði Gamlatestamentis fræðingur -
inn August klostermann bent á það þegar árið 1900.13
Líta má nánar á ákvæðin um fjörbaugsgarð og texta úr Grágás.
Sjá má að hinn dæmdi fjörbaugsmaður varð að eiga talsverðar
eignir við féránsdóm, bæði fyrir skuldum og svonefndum fjörbaugi,
annars varð hann réttdræpur skógarmaður. Hann hefur einnig þurft
að vera vinmargur eða því auðugri, þar sem honum voru ætluð þrjú
heimili. Svo segir m.a. í Grágás:
Þar skal gjaldast mörk lögaura að féránsdómi goða þeim er féránsdóm-
inn nefndi. Það fé heitir fjörbaugur, en einn eyrir þess fjár heitir
alaðsfestur. ef það fé geldst eigi þá verður hann skógarmaður óæll. …
Þá er féránsdómur er áttur að fjörbaugsmanni þá skal segja til heim-
ila hans. Hann skal eiga þrjú heimili. Þeirra skal eigi lengra í millum
vera en fara megi um dag á annan veg. Hann skal heilagur vera að
um grið og griðastaði á sturlungaöld 95
10 Sama heimild, bls. 88.
11 Lúðvík Ingvarsson, Refsingar á Íslandi á þjóðveldistímanum (Reykjavík:
Menningarsjóður 1970), bls. 155.
12 Hans Henning Hoff, Hafliði Másson und die Einflüsse des römischen Rechts in der
Grágás (Berlin: De Gruyter 2012), bls. 347−350. Hoff bendir á fleira í Grágás en
ákvæðin um fjörbaugsgarð sem er undir áhrifum frá Ritningunni, bæði Gamla
og Nýja testamentinu, sjá sama rit bls. 350−359.
13 August klostermann, Deuteronomium und Grágás. Rede auf Feier des Geburt -
stages Sr. Maj. des Deutschen kaisers königs von Preussen Wil helm II, ge halten
an der Christian-Albrechts-Universität am 27. Januar 1900 (kiel: Uni versitäts-
Buchhandlung 1900), bls. 8 og 20−24. Sjá einnig hina ýtarlegu framsetningu í
klostermann, Der Pentateuch. Beiträge zu seinem Verständnis und seiner Entste -
hungsgeschichte (Leipzig: Decheirt 1907), bls. 348−428, kafla sem nefnist Deuter -
onomium und Grágás.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 95