Saga - 2016, Page 98
þeim heimilum og í örskotshelgi við á alla vega, og á götunni á millum
heimilanna ef hann fer eigi oftar en um sinn á mánaði, og í örskotshelgi
við götuna. Nú fara menn móti honum þá skal hann fara af götunni svo
að þeir um taki eigi spjótaoddum til hans. Óheilagur verður fjör-
baugsmaður ef eigi er sagt til heimila hans að féránsdómi. Þar skal
nefna votta að fjörbaugur galst eða annað það fé er hann yrði sekur
skógarmaður ef eigi kæmi fram.14
Svo virðist sem ákvæðum þessum sé einkum beint að þeim sem
eitthvað áttu undir sér, fátæklingar eða menn lágrar stéttar gátu
varla orðið fjörbaugsmenn, þeirra var frekar hlutskipti skógar-
mannsins. Það er eins og verið sé að reyna að lækka rostann í yfir-
gangssömum höfðingjum eða ríkismönnum um leið og reynt er að
sneiða hjá mannvígum, sem kölluðu á hefndir, með skilyrtum grið -
um og skilyrtri útlegð af landinu.
Líta má á greinar úr Mósebókum Gamla testamentisins sem
benda til skyldleika við lög um fjörbaugsgarð og setja upp hlið við
hlið á íslensku og latínu.
Fjórða Mósebók (Numeri) 35, 26−27 (Lög um griðastaði)
en ef vegandi fer út fyrir landa-
merki griðastaðar þess, er hann
hefir í flúið, og hefndar maður
hittir hann fyrir utan landamerki
griðastaðar hans, og hefndar -
mað ur vegur veganda, þá er
hann eigi blóðsekur.
Af þessari grein sést að nokkur líkindi eru með fjörbaugsgarðs -
ákvæðum og Mósebókum. Þarna er talað um landamerki griða -
staða, samsvarandi örskotshelgi Grágásar, innan hverra flótta -
maður inn eða fjörbaugsmaðurinn er friðhelgur fyrir hefndar -
manni.
sveinbjörn rafnsson96
Si interfector extra fines urbium
quae exulibus deputatae sunt
fuerit inventus et percussus ab
eo qui ultor est sanguinis absque
noxa erit qui eum occiderit.
14 Grágás Ia, bls. 88−89, nær eins texti er í Grágás Ia, bls. 118−119, en sú tvítekning
endurspeglar líklega tvö forrit konungsbókar.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 96