Saga - 2016, Síða 100
Í greininni hér að framan eru griðastaðirnir þrír og kallaðir borgir
eða hús (civitates, urbes eða aedes). Af þessum líkindum virðist yfir
allan vafa hafið að áhrif eru frá Mósebókum í Grágás.
orðið fjörbaugsgarður er einkennilegt. Fjörbaugur er útskýrður
eins og sjá má í Grágás í tilvitnuninni hér á undan, en seinni liður
orðs ins, garður, gæti verið svolítil ráðgáta. Þegar skýringar Vil -
hjálms Finsen, í Grágásarútgáfu hans, eru lesnar sést þó að það ligg-
ur raunar í augum uppi að garður þýðir þarna heimili fjörbaugs-
mannsins.16 Í lagatextunum virðist orðið í samsetningunni haft um
tiltekið réttarfyrirbæri. Heusler vill skýra það sem bæjargirðingu eða
bæjarmúr (þ. die Gehöftumzäunung, die Hofmauer) og víst er það að
garður getur þýtt girðing eða gerði.17 en menn vita líka að garður
getur þýtt ýmislegt annað, t.d. borg, bær eða hús. Geta má þess að í
engilsaxneskum lögum frá 11. öld er alveg ljóst að engilsaxneska
orðið frið geard, þ.e. friðgarður eða friðgerði, merkir afgirt svæði,
griðastaður um helgan stein, tré eða lind, og virðist talið heiðni.18
Þarna kynni að vera einhver skyldleiki en ekkert virðist því til fyrir -
stöðu, einkum vegna efnisskyldleika Grágásarlaga og Móselaga, að
orðið garður í samsetningunni fjörbaugsgarður sé hreinlega þýðing
úr latínu á urbs, civitas eða aedes.
Hoff telur mögulegt að þessi áhrif frá mósaískum rétti hafi borist
um býsanska milliliði inn í lög á Íslandi.19 ekki verður þó betur séð
en að áhrifin gætu verið miklu beinni frá Biblíunni.
Aldur fjörbaugsgarðs í lögum og yngstu dómar
en hvenær hafa þessi áhrif frá mósaískum rétti komist inn í ís lenskan
rétt? Það hefur ekki getað orðið fyrr en kristni var komin í land og
sveinbjörn rafnsson98
testamentið og Nýja testamentið. Ný útgáfa (Reykjavík: Hið íslenska biblíu -
félag 1981), og úr latnesku biblíunni, Biblia sacra iuxta vulgatam versionem
(Stuttgart: Württembergische Bibelanstalt 1983). Íslenska biblían er vitanlega
ekki þýdd úr þeirri latnesku, en latneskur texti var sá sem helst gekk meðal
manna á miðöldum.
16 Grágás. Stykker som findes i det Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 351 fol.
Skálholtsbók … Útg. Vilhjálmur Finsen (kaupmannahöfn: Gyldendalske Bog -
handel 1883), bls. 609: „garðr betegnede da udentvivl det — eller de — Hjem
der anvistes den Landforviste.“
17 Andreas Heusler, Das Strafrecht der Isländersagas (Leipzig: Duncker & Humblot
1911), bls. 160.
18 Daniela Fruscione, Das Asyl, bls. 172−173.
19 Hans Henning Hoff, Hafliði Másson, bls. 349.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 98